Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 53
hvers sem er, ef ríki, bæjarfélög eða opinber eða hálfopinber fyrirtæki þurfa á einhvern hátt að komast í snertingu við þessi heiðarlönd. Leggja um þau vegi, vírstrengi fyr- ir rafmagn eða síma, að ég ekki tali um hagnýtingu á heitu vatni, laxveiði eða vatnsafli. Þá eru nóg ráð til þess að féfletta þessa aðila, og þykir þá vænlegt að láta það heita náttúruvernd eða eitthvað álíka vinsælt hugtak, þótt augljóst sé að eingöngu er miðað við millj- ónir króna og ekkert annað. Hin síðari árin hefur verið gert talsvert af því að hamla á móti hinum geigvænlega uppblæstri á hálendinu og í byggðum og óbyggð- um með margs konar aðferðum, sem kostaðar hafa verið af ríkinu, skógræktarfélögum o. fl. Meðal annars hefur verið hafin áburðar- og frædreifing með flugvélum, og borgarar hafa verið hvattir til að til þess að skilja eftir og dreifa í áningarstöðum. Þetta er mjög svo virðingarverð viðleitni og vinsæl, og hafa verið birtar myndir af ýmsum frammámönnum, þar sem þeir eru að kaupa slíkar fötur. Þeir, sem gangast fyrir þessum landgræðsluaðgerðum, eru eins og fyrr segir áhugamenn, sem vilja koma í veg fyrir að gróðurmoldin fjúki yfir byggðir og ból og áfram á haf út, en ekki fer mikið fyrir hinum svokölluðum landeigendum í þeim hópi. Landeigendur virðast taka því nokkuð vel, að ríkissjóður og ein- stök áhugamannafélög hamli á móti uppblæstri á heiðarlöndum og efli fiskigengd í ám og vötnum, og þar með auki landgæði þeirra jarða, er þar eiga hlut að máli, en lítið hefur heyrzt um að þeir taki öðrum borgurum fram í þeim efn- um. Hitt er svo annað mál, að ef þessir sömu aðilar, ríki, bæjar- eða sveitarfélög þurfa af einhverjum ástæðum að komast í snertingu við þessa sömu landshluta með vegi, síma, raflagnir eða þ. u. 1. vakna þessir menn (einkum síðustu árin) og geta gert að því er virðist hvaða kröfur sem er um fjárbætur. Þessar fjárbætur virðast ekki standa í neinu sambandi við tilkostnað hinna svokölluðu eigenda landsins né sangirni og slá út öll fyrri og þekkt met. Jafnvel Jón Leifs, sem gat sér mikið umtal og að lokum góðan orðstír fyrir skelegga baráttu fyrir hagsmunum höfunda á sínum tíma, hverfur alveg í skugga hinna dug- andi fjáraflamanna, sem nú skipa sér í fremstu línu heiðar- og lax- veiðibænda, enda hafa hinir síðar- nefndu ólíkt betri aðstöðu en hann hafði á sínum tíma. Hann (J.L.) var brautryðjandi, sem alltaf er erfitt starf, og þótti á þeim tíma ósann- gjarn og kröfuharður, en náði settu marki. Það út af fyrir sig samfara breyttum viðhorfum á svo að segja öllum sviðum gerir nútímamönnum auðveldara fyrir, enda notað að því er virðist í tíma og ótíma og með hvaða hjálparmeðulum sem er, jafn- vel aðferðum sem fyrir fáum árum hefðu þótt glæpsamlegar. Við erum fámenn þjóð og mikið er rætt um það að nauðsynlegt sé að við stöndum saman. Breyttir þjóðarhættir gera það að verkum að æ fleiri hverfa úr hinu svokallaða dreifbýli, flytjast í kaupstaði — og halda þó áfram að vera íslend- ingar, sem telja ísland föðurland eða móðurmold, svo að vitnað sé í gömlu ástsælu skáld okkar. Þessir menn vilja landinu og móðurmold- inni vel, enda þótt þeir séu horfnir frá daglegum ræktunarstörfum. Þeir kaupa gjarnan fötu með áburði og grasfræi og skilja það eftir í tjaldstað eða á örfoka landi og þeim líkar vel ef ríkissjóður kostar nokkru til landgræðslu hvar sem er á okkar landi. Þeir hafa ekkert við það að athuga, þótt heiðarbýla- bændur njóti hlunninda af land- græðslustarfi hins opinbera og á- hugamanna um landgræðslu, en margir þeirra eru orðnir þreyttir á hinni síendurteknu fullyrðingu, að bændastéttin sé verst launaða stétt þjóðfélagsins og þá jafn- framt á hinni taumlausu frekju, sem þessi stétt eða forvígsmenn hennar beita til fjárkúgþinar, ef hið opin- bera þarf að koma nálægt þeirra svokallaða yfirráðasvæði. Væri það ekki sanngirniskrafa al- þjóðar, að íslendingar ættu landið og gróðurmoldina sameiginlega ? Bændur hefðu allan arð af jörðum sínum, bæði ræktuðu landi og heið- um, meðan þeir dveldu í sveitinni en gætu ekki gert sér að féþúfu sölu sjálfs landsins — óræktaðs — þegar þeir sjálfir flytjast burt af óðulum sínum eða þjóðarnauðsyn telur æskilegt að leggja veg eða vírstrengi yfir land þeirra. Á þetta jafnt við um stórar lóðir þar sem kaupstaðir eru skipulagðir eða vaxa upp. ísland fyrir íslendinga — hvort sem þeir búa í sveit, rækta jörðina með góðri aðstoð hins opinbera og njóta verðskuldaðs arðs af, meðan þeir sinna því starfi eða stunda fiskveiðar, iðnað eða önnur störf í þéttbýli. Hin fámenna bændastétt er að verða ískyggilega mikið stórveldi, sem fullkomin ástæða er til að hafa auga með, áður en hún verður vandræðabarn í þjóðfélaginu. Það er búið að þrástagast á því allt of lengi, að bændur séu verst launaða stéttin í þjóðfélaginu, jafnvel bænd- ur virðast vera farnir að trúa þess- ari lygi og hafa greinilega sýnt það í viðbrögðum sínum, að þeir eru að vakna. Þetta er vissulega ánægjuleg staðreynd, en þjóðfélagið í heild má heldur ekki láta þessa stétt vaða uppi með hvað sem er. „Hingað og ekki lengra“ var einu sinni sagt, og það hefur mikið til síns máls enn í dag. Reykjavík, í sept. 1971. ím G. Þorbjörnsson. VlKINGUR 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.