Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Blaðsíða 30
þorskígildi. Pað fer eftir hver kaupir Lyngeyna hvernig hún verður seld, en á henni eru rúmlega 400 tonn, samtals hátt í 2.000 tonna þorsk- ígildi.“ Var mat manna að fyrírtæki ætti að geta gengið „Nú er aðeins liðið rúmt ár frá því Borgey varð til í þeirri mynd sem húrr er. Máttu menn ekki sjá þessa stöðu fyrir, þar sem við blasir að verið er að ráðast í verulegar breyt- ingar til að halda fyrirtækinu gang- andi? Ekki er alfarið hægt að kenna ytri aðstæðum um, sérstaklega ekki í ljósi þess hversu skammur tími þetta er? „Pað er alltaf spurning um hvað menn eiga að sjá fyrir. Fyrirtækið var mikið skuldsett. Við þær aðstæð- ur, sem voru í sjávarútvegi í fyrra', var það mat manna að fyrirtækið gæti staðið undir skuldbindingum sínum með því að hagræða í rekstri. Slíkt tekur nokkurn tíma. Hins veg- ar hefur öll ytri þróun verið fyrir- tækinu andstæð. Við þær aðstæður, sem eru ríkjandi í dag, sjá menn að fyrirtækið getur ekki staðið við skuldbindingarnar. Við sjáum ekk- ert sem bendir til að aðstæður í sjáv- arútveginum fari batnandi. Við, sem erum að vinna að þessu, teljum að nú þýði ekki að vera með neinar plástraaðgerðir.“ Hefði orðið hagnaður ef gengið hefði ekki verið fellt „Er það rétt að milliuppgjör fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs sýni hagnað af rekstrinum? „Nei, það sýnir ekki hagnað af rekstfinum. Það hefði orðið hagn- aður ef gengið hefði ekki verið fellt. Það hefur orðið verulegur bati á rekstrinum. Hann kemur mun bet- ur út á fyrstu sex mánuðum þessa árs en hann gerði í fyrra. Fréttir sem við höfum úr öðrum fyrirtækjum benda til að flestir séu með verri af- komu á þessu ári en í fyrra. Sá hluti aðgerðanna að bæta reksturinn er að skila árangri. Ef ytri aðstæður hefðu ekki þróast með þeim hætti sem þær gerðu er ekkert sem segir að þetta hefði ekki átt að takast." Þegar Borgey varð til í núverandi mynd lagði bæjarfélagið meðal ann- ars fram 100 milljónir króna, en hvert var heildarhlutaféð í fyrirtæk- inu á miðju síðasta ári? „Nýtt hlutafé kom með tvennum hætti. Borgey yfirtók sjávarútvegs- starfsemi KASK og greiddi fyrir með yfírtöku skulda og eigna. Það sem á milli var greiddi Borgey með hlutabréfum. Það var metið á 80 milljónir og svo kom bærinn með 100 milljónir króna." Nú, rúmu ári síðar, er hægt að segja að allt þetta hlutafé sé glatað? „Jú, eigið fé er uppurið. Það var ekki meira borð fyrir báru en það. I milliuppgjörinu sjáum við að á fyrstu sex mánuðum þessa árs var fjármagnskostnaðurinn 125 milljón- ir króna. Veltan á sama tíma var rúmar 600 milljónir og vergur hagnaður 19 prósent úr rekstrinum, sem er mjög gott. Sú útkoma ætti að skila hagnaði ef fjármagnskostnað- urinn væri ekki þetta hár.“ Reksturinn fer batnandi, höfum náð árangri Ertu bjartsýnn á að þessar björg- unaraðgerðir takist? „Það sem mælir með að þetta tak- ist er að reksturinn fer batnandi, þar höfum við náð árangri. Það þarf líka að meta hvað kemur kröfuhöfum best. Okkar mat er að hagsmunum þeirra sé best borgið með því að ganga að okkar tilboði. Við sjáum ekki að nokkur geti séð hagsmunum sínum betur borgið með því að ganga ekki að svona tilboði. Til að geta greitt afganginn af skuldunum þurfum við að fá inn nýtt hlutafé og það verður erfitt við þær aðstæður sem eru í dag. Það þýðir ekki að standa í þessari baráttu nema hafa trú á að við höfum sigur. Já, ég tel að fyrirtækið muni kom- ast í gegnum þessa erfiðleika og verða vel rekstrarhæft á eftir." Heildarskuldir Borgeyjar eru 1.400 milljónir Heildarskuldir Borgeyjar, hverj- ar eru þær? „A miðju þessi ári voru þær rúmar 1.400 milljónir króna. Nettóskuldir, það er þegar veltuljármagn hefur verið tekið frá, eru um 950 milljónir króna." Sala á skipunum leysir ekki allan vandann. Væntanlega eru þau mik- ið veðsett og því fáið þið varla stórar Ijárhæðir inn til ykkar við sölu á þeim? „Við þurfum þá ekki að borga af þeim skuldum. Vonandi seljum við þau á hærra verði en á þeim hvílir, svo við fáunt þá eitthvað af pening- um. Borgey mun kaupa hráefni ann- ars staðar eftir að skipin verða seld. Við búum við mjög öfluga útgerð hér á Höfn. Þessi útgerð hefur séð vinnslunni fyrir hráefni gegnum ár- in. Eins munum við leita út fyrir héraðið með hráefniskaup.“ Starfsmenn verða 160 til 170 eftir breytingar Hvað er margt starfsfólk hjá Borgey? „Það er sveiflukennt. Við erum búnir að segja upp tveimur áhöfn- um, við vorum með 210 manns en það stefnir í að verða 160 til 170.“ Þannig að framtíð Borgeyjar ræðst ekki um miðjan þennan mán- uð? „Nei, við höfum möguleika á að sækja um framlengingu á greiðslu- stöðvuninni. Eg á von á að menn sjái að reksturinn hefur gengið vel og að kröfuhöfum sé betur borgið með því að við höldum áfram. Það verður ákvörðun dómara, en ég á von á að hann veiti okkur framlengingu.“ Er ekki þægilegt að reka fyrirtæki sem er með greiðslustöðvun? „Jú, það má segja það. Við höfum mjög rúma greiðslustöðu þar sem við þurfum ekki að borga af eldri skuldum. Við höfum nýtt þetta til að fá staðgreiðsluafslátt, sem við gátum ekki áður. Það sem er vont við þetta ástand er að við þurfum alltaf að vera að undirbúa næstu vertíðir og þess vegna þurfum við að ráðast í jafnvel litlar fjárfestingar og meðan ekki er búið að fá úrslit í þessu máli er erfítt að eiga við jDetta. Við verð- um alltaf að gæta þess að rýra ekki rétt kröfuhafa. Við fáum að reka fyrirtækið í fáeina rnánuði eins og það sé vel stætt.“ ■ 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.