Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Blaðsíða 41
SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN
ktogara sem Miðnes hf. í Sandgerði
gerir út.
Sveinn Jónsson KE var með 3.200
tonna kvóta á veiðiárinu, sem lauk 1.
september sl. Þegar Einar var spurð-
ur um kvóta þessa veiðiárs var fátt
um svör, hann sagðist hafa litið í
fljótheitum á tölurnar en verið fljót-
ur að loka sjávarútvegsblaði Mogg-
ans, Verinu.
„Ég hafði engan áhuga á að skoða
þessar tölur nánar,“ sagði Einar og
var greinilega óhress með kvóta-
skerðinguna. En skipstjórinn var
engu að síður raunsær: „Þetta er
sjálfsagt eðlileg afleiðing af því sem á
undan er gengið. Það eru ákveðnir
menn sem stjórna þessu og þeir
verða að fá að gera það. Flotinn er
einfaldlega alltof stór. Það eru fleiri
hópar of stórir en krókaleyfisbátar.
Flotinn er bara einum of kraftmikill,
það er málið. Við svona rétt náum að
teygja á karfakvótanum rnilli veiði-
tímabila með því að fara í land í
hverri viku. Það er búið að vera
þannig hjá okkur í eitt ár að vera
fimm daga á sjó í einu og fara síðan í
land.“
Einar var að endingu spurður
hvort hann hefði sótt sjávarútvegs-
sýningarnar í Laugardalshöll og
hann kvað svo vera. „Ég held að ég
hafi farið á allar sýningarnar og lík-
að vel. Það er gaman og fróðlegt að
fylgjast með nýjungum í sjávarút-
vegi, þótt það sé kannski erfitt að
elta þær út í ystu æsar þegar maður
er á tuttugu ára gömlu skipi. Það
svarar varla kostnaði. Ætli maður
kíki ekki á sýninguna núna líka,“
sagði Einar Hálfdánarson skipstjóri
að lokum við blaðamann Víkings.
NORÐMENN ERU
ENGAR
HEILAGARKÝR
rætt við Arna
Einarsson á Höfðavík
AK um Smuguveiðar
og fleira
„Við erum staddir hérna á Kolluál
að reyna að ná þeim gula. Það er
búið að vera tregfiskerí þótt nokkur
skip hafi komist í gott hérna,“ sagði
skipstjórinn í brúnni á togaranum
Höfðavík AK frá Akranesi, Árni
Einarsson, þegar Víkingur sló á
þráðinn á haf út, rétt áður en síðasta
kvótaár rann út. Haförninn hf. á
Akranesi gerir Höfðavíkina út auk
togarans Sæfara AK.
Höfðavíkin var þá búin með kvóta
og skipið byrjað að skrapa upp af
kvóta næsta veiðitímabils. Að sögn
Árna var það fyrsti veiðitúrinn en
stefnan sett á að vera í landi 1. sept-
ember. Árni hafði ekki séð nýjustu
kvótaúthlutun fyrir Höfðavík en
hann reiknaði með einhverri skerð-
ingu. Þó væri hún ekki mikil þar sem
togarinn er aðallega gerður út á
karfa en ekki þorsk.
Hefur farið á allar sýningar
Aðspurður sagðist Árni hafa farið
á allar stóru sjávarútvegssýningarn-
ar í Laugardalshöll.
„Það eru svo miklar og örar breyt-
ingar í sjávarútveginum að maður
verður að fylgjast með nýjungun-
um. Ég fæ mikið út úr því að fara á
þessar sýningar. Maður sér það nýj-
asta sem er á döfinni og þetta er allt
saman mjögjákvætt. Flotinn okkar
er orðinn mjög tæknivæddur," sagði
Árni og átti von á að mæta á sýning-
una í ár, a.m.k. ætlaði hann að stíla
upp á að vera í landi um svipað leyti.
Norðmenn ættu að taka til heima
hjá sér
Árni sagði að veiðar íslendinga í
Smugunni væru hið besta mál. „Mér
finnst sjálfsagt að við sækjum okkar
rétt. Réttur okkar þarna er ótvíræður.
Norðmenn eiga engan andskotans
rétt á að veiða á þessu svæði. Þetta er
fyrir utan 200 mílurnar þeirra. Eins
og á flestum sviðum er þetta sami yfir-
gangurinn í Norðmönnum. Þeir eru
sennilega búnir að gleyma að þeir
rányrktu fyrir okkur síldina til fjölda
ára á Islandsmiðum og inni á fjörð-
um. Síðan drápu þeir smáfiska í fjörð-
unum hjá sér þannig að þeir ættu að
taka til hjá sér í heimahögunum áður
en þeir fara annað.“
Höfðavíkurskipstjórinn sagði að ís-
lensk stjórnvöld hefðu átt að vera
beinskeyttari í viðræðum sínum við
Norðmenn um Smuguveiðarnar.
„Þeir hefðu átt að láta Norðmenn
vita betur að við værum til. Annars
var Jón Baldvin ágætur. Norðmenn
eru engar heilagar kýr og við eigum
bara að láta þá finna fyrir því.“
Fótboltafíklar um borð
Árni er með fimmtán fíleflda
Skagamenn í áhöfn Höfðavíkur og
að sjálfsögðu allt saman „fótbolta-
fíkla“. Þegar spjallið við Árna fór
frarn voru fáeinir dagar í bikarúr-
slitaleik Skagamanna og Keflvíkinga
og horfur á að áhöfnin yrði á sjó
þegar leikurinn færi fram. „Við er-
um eiginlega búnir að sjá úrslitaleik-
inn,“ sagði Árni og átti við leik
Skagamanna í Vesturbænum gegn
KR-ingum. Já, þeir eru kokhraustir
á Skaganum!
ÞAÐERGAMAN
Á ÞESSUM
SÝNINGUM
Sveinn Jónsson,
stýrimaður á Júlla Dan
GK, verður fyrir
svörum
Netabáturinn stóri, Júlli Dan frá
Grindavík, var á leiðinni á ufsaveið-
ar í Kötlugrunni þegar Víkingur sló
á þráðinn um borð síðasta ágúst-
kvöldið í ár. Þar sem „kallinn", Erl-
ing Kristjánsson, lá sofandi í kojunni
varð Sveinn Arason, fyrsti stýrimað-
ur, fyrir svörum. Júlli Dan var þá
staddur út af Selvogi í sínum fjórða
ufsaveiðitúr. Að sögn Sveins var
ufsaveiðin örlítið að glæðast eftir ró-
lega byrjun í ágústmánuði. Um 110
tonn voru komin á land. „Það þarf
svo mikinn pening til að hala eitt-
hvað inn, ufsinn er svo verðlítill,"
sagði Sveinn.
Bjargþór hf. í Grindavík gerir
Júlla Dan út. Báturinn er 243 tonn
að stærð og telst með stærri netabát-
um á landinu. Ellefu manns eru í
áhöfninni, flestir búsettir í Grinda-
Framhald á bls. 51
41