Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Blaðsíða 39
SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN
HVAÐ VERÐURI
S VIÐSLJ ÓSINU í ÁR!
spyr Bjarni Bjarnason
á Súlunni EA
Það var betra hljóðið í Bjarna
Bjarnasyni, skipstjóra á loðnubátn-
um Súlunni EA. Hann var að vísu
inni á Húsavík að láta gera við astik-
ið sem hafði bilað, en hann sagðist
ekki hafa ástæðu til að kvarta yfir
loðnuveiðunum.
„Ég hef farið tvisvar á sjávarút-
vegssýningu og séð margt athyglis-
vert. í fyrra skiptið sem ég fór voru
nýir astiksónarar í sviðsljósinu en í
seinna skiptið snerist allt um GPS-
tæknina. Maður veit ekki hvað verð-
ur sett á oddinn í sölumennskunni í
ár, en ég reyni að komast ef ég á
heimangengt."
Súlan byrjaði ekki á loðnunni fyrr
en komið var fram í ágúst en Bjarni
segir að veiðarnar hafi gengið
þokkalega. „Loðnan hefur haldið
sig fyrir norðan 70. breiddargráðu,
þetta 190270 mílur norður af land-
inu, og þótt hún eigi eflaust eftir að
hverfa í haust er ég viss um að hún
kemur aftur. Það er gott líf í sjónum
þarna fyrir norðan, miklu betra en
undanfarin ár, svo það gæti borist
eitthvað til okkar fleira en loðna,“
segir Bjarni og er bjartsýnn.
GAMANAÐLATA
SIGDREYMAUMNÝ
LEIKTÆKI
segir Gunnar
Tryggvason á
Brettingi NS
Gunnar Tryggvason og ltans
menn á Brettingi NS voru að ljúka
kvótaárinu í Seyðisfjarðardýpi
þegar blaðið hringdi í þá. „Við erum
í grálúðu, hálfgerðu náskrapi, en út-
koman er skárri af því við frystum
hana um borð. En þetta er afskap-
lega lélegt."
Gunnar segist hafa farið tvívegis á
sjávarútvegssýningu í Reykjavík og
1986 fór hann á sýningu í Bellacent-
er í Kaupmannahöfn. „Ég ætla að
reyna að komast núna. Ég er að fara
í frí svo það ætti að geta gengið.
Maður sér margt nýtt á þessum sýn-
ingum, enda eru þær sá vettvangur
sem við sjómenn höfum til að fylgj-
ast með tækniþróuninni. Það er ör
þróun í þessu tækjadóti og ekki bara
því sem er í brúnni. Og þótt maður
kaupi ekkert er alltaf gaman að láta
sig dreyma um ný leiktæki eins og
kunningi minn kallaði það,“ segir
Gunnar Tryggvason.
HVETALLATILAÐ
FARA
segir Kristbjörn
Arnason á Sigurði VE
Kristbjörn Árnason, skipstjóri á
Sigurði VE, var líka á Húsavík eins
og Bjarni á Súlunni, en munurinn
var sá að Kristbjörn var í fjögurra
daga fríi meðan Sigurður lá í Kross-
anesi. Þeir eru langt komnir með
kvótann, áttu eftir 200 tonn af
18.330 tonnum, en Kristbjörn von-
aðist til að útgerðin færði kvóta upp
á 56.000 tonn af Heimaey yfir á Sig-
urð.
„Við vonumst eftir því að ein-
hverju verði bætt við kvótann eftir
áramót, það reikna allir með því, en
enginn veit hve ntikið það verður.
Annars er ég ekki bjartsýnn á veið-
arnar eftir áramótin því ég hef ekki
fundið mikið af loðnu. Sú loðna sem
hefur fundist hefur verið vel veiðan-
leg og þess vegna hefur vertíðin
gengið svona vel.“
Kristbjörn sagðist hafa farið einu
sinni á sjávarútvegssýningu í
Reykjavík og haft gaman af. „Ég
hvet alla sem hafa tök á því að fara
því þetta er tilbreyting, auk þess sem
þarna má sjá það sem er að koma og
það sem er væntanlegt. Það er rosa-
lega mikið mál að vera vakandi fyrir
nýjungum og fylgjast með tækninni,
þótt vissulega sé hægt að veiða með
gömlu tækjunum. Það eru ekki tæk-
in sem skipta sköpum, það þarf eitt-
hvað annað til. En hér um borð hafa
menn verið að spjalla um þessa sýn-
ingu og ætli við förum ekki flestir ef
við komumst," sagði Kristbjörn
Árnason á Sigurði VE.
EFÞAÐER
EITTHVAÐ SEM
HEITIR Þ0RSKUR ÞÁ
ERL0KAÐ
Alexander
Hallgrímsson í brúnni
á Hring GK lætur
gamminn geisa
„í augnablikinu er ég karlinn um
borð,“ sagði Alexander Hallgríms-
son um borð í Hring GK frá Hafnar-
firði. Alexander var að leysa Aðal-
Framhald á bls. 82
JDTROIM
BJARGHRINGS■
TRON 4F er ætlað til notk-
unar í bátum, skipum og á
bryggjum. Ljósið er losað
með einu handtaki og fleygt
í sjó með bjarghring.
í festingum er Ijósið á hvolfi
því skynjari kveikir á því
sjálfkrafa er það réttir sig við
í sjónum og blikkar 50
sinnum á mínútu.
UPPLYSINGAR
ÍSÍMA 91-611055
IPRÓFUN HF.
39