Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Blaðsíða 39
SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN HVAÐ VERÐURI S VIÐSLJ ÓSINU í ÁR! spyr Bjarni Bjarnason á Súlunni EA Það var betra hljóðið í Bjarna Bjarnasyni, skipstjóra á loðnubátn- um Súlunni EA. Hann var að vísu inni á Húsavík að láta gera við astik- ið sem hafði bilað, en hann sagðist ekki hafa ástæðu til að kvarta yfir loðnuveiðunum. „Ég hef farið tvisvar á sjávarút- vegssýningu og séð margt athyglis- vert. í fyrra skiptið sem ég fór voru nýir astiksónarar í sviðsljósinu en í seinna skiptið snerist allt um GPS- tæknina. Maður veit ekki hvað verð- ur sett á oddinn í sölumennskunni í ár, en ég reyni að komast ef ég á heimangengt." Súlan byrjaði ekki á loðnunni fyrr en komið var fram í ágúst en Bjarni segir að veiðarnar hafi gengið þokkalega. „Loðnan hefur haldið sig fyrir norðan 70. breiddargráðu, þetta 190270 mílur norður af land- inu, og þótt hún eigi eflaust eftir að hverfa í haust er ég viss um að hún kemur aftur. Það er gott líf í sjónum þarna fyrir norðan, miklu betra en undanfarin ár, svo það gæti borist eitthvað til okkar fleira en loðna,“ segir Bjarni og er bjartsýnn. GAMANAÐLATA SIGDREYMAUMNÝ LEIKTÆKI segir Gunnar Tryggvason á Brettingi NS Gunnar Tryggvason og ltans menn á Brettingi NS voru að ljúka kvótaárinu í Seyðisfjarðardýpi þegar blaðið hringdi í þá. „Við erum í grálúðu, hálfgerðu náskrapi, en út- koman er skárri af því við frystum hana um borð. En þetta er afskap- lega lélegt." Gunnar segist hafa farið tvívegis á sjávarútvegssýningu í Reykjavík og 1986 fór hann á sýningu í Bellacent- er í Kaupmannahöfn. „Ég ætla að reyna að komast núna. Ég er að fara í frí svo það ætti að geta gengið. Maður sér margt nýtt á þessum sýn- ingum, enda eru þær sá vettvangur sem við sjómenn höfum til að fylgj- ast með tækniþróuninni. Það er ör þróun í þessu tækjadóti og ekki bara því sem er í brúnni. Og þótt maður kaupi ekkert er alltaf gaman að láta sig dreyma um ný leiktæki eins og kunningi minn kallaði það,“ segir Gunnar Tryggvason. HVETALLATILAÐ FARA segir Kristbjörn Arnason á Sigurði VE Kristbjörn Árnason, skipstjóri á Sigurði VE, var líka á Húsavík eins og Bjarni á Súlunni, en munurinn var sá að Kristbjörn var í fjögurra daga fríi meðan Sigurður lá í Kross- anesi. Þeir eru langt komnir með kvótann, áttu eftir 200 tonn af 18.330 tonnum, en Kristbjörn von- aðist til að útgerðin færði kvóta upp á 56.000 tonn af Heimaey yfir á Sig- urð. „Við vonumst eftir því að ein- hverju verði bætt við kvótann eftir áramót, það reikna allir með því, en enginn veit hve ntikið það verður. Annars er ég ekki bjartsýnn á veið- arnar eftir áramótin því ég hef ekki fundið mikið af loðnu. Sú loðna sem hefur fundist hefur verið vel veiðan- leg og þess vegna hefur vertíðin gengið svona vel.“ Kristbjörn sagðist hafa farið einu sinni á sjávarútvegssýningu í Reykjavík og haft gaman af. „Ég hvet alla sem hafa tök á því að fara því þetta er tilbreyting, auk þess sem þarna má sjá það sem er að koma og það sem er væntanlegt. Það er rosa- lega mikið mál að vera vakandi fyrir nýjungum og fylgjast með tækninni, þótt vissulega sé hægt að veiða með gömlu tækjunum. Það eru ekki tæk- in sem skipta sköpum, það þarf eitt- hvað annað til. En hér um borð hafa menn verið að spjalla um þessa sýn- ingu og ætli við förum ekki flestir ef við komumst," sagði Kristbjörn Árnason á Sigurði VE. EFÞAÐER EITTHVAÐ SEM HEITIR Þ0RSKUR ÞÁ ERL0KAÐ Alexander Hallgrímsson í brúnni á Hring GK lætur gamminn geisa „í augnablikinu er ég karlinn um borð,“ sagði Alexander Hallgríms- son um borð í Hring GK frá Hafnar- firði. Alexander var að leysa Aðal- Framhald á bls. 82 JDTROIM BJARGHRINGS■ TRON 4F er ætlað til notk- unar í bátum, skipum og á bryggjum. Ljósið er losað með einu handtaki og fleygt í sjó með bjarghring. í festingum er Ijósið á hvolfi því skynjari kveikir á því sjálfkrafa er það réttir sig við í sjónum og blikkar 50 sinnum á mínútu. UPPLYSINGAR ÍSÍMA 91-611055 IPRÓFUN HF. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.