Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Blaðsíða 70
VÍKINGUR
Framh. af bls. 19
BLIKUR A LOFTII
STJÓRN FISKVEIÐA
veiða, sem felst í því ákvæði, sem
segir að nytjastofnar á íslandsmið-
um séu sameign þjóðarinnar á sama
tíma og einstakir handhafar veiði-
réttar þafa umtalsverðar tekjur af
sölu á óveiddum fiski.
Pessa dagana er allt það sem við
vöruðum við með ályktun okkar og
varnarorðum, bæði við þingmenn
og ráðherra, að koma fram. Þeir
stóru og sterku í sjávarútvegi eru að
kaupa þá smáu og þá sem verr eru
staddir Ijárhagslega. Það þyrfti
heldur ekki að koma neinum á óvart
að bátar og trillur yrðu sameinuð
togurum.
Það er í raun grátbroslegt að þeir,
sem harðast börðust fyrir því að
hefta samkeppni í veiðum og töldu
fískveiðistjórnun alls ekki mega
byggjast á samkeppni um aflann,
skuli nú hvetja hvað mest til sam-
keppni um aflann, aðeins ef uppfyllt
er það skilyrði að útgerðin kaupi afl-
ann fyrst óveiddan í sjó af öðrum
útgerðarmanni. Sem sagt sam-
keppni skal aftur upp tekin, bara
borga fyrst öðrum útgerðarmanni.
Skattareglur leiða nú af sér að
samkeppnisstaða fyrirtækja, sér-
staklega þeirra stærstu í sjávarútvegi
um aflaheimildir, er með slíkum
yfírburðum miðað við einstaklinga
að enginn getur í raun keppt við þá
um kaup á óveiddum fiski í sjó. Við
munum því innan fárra ára sjá upp
rísa 1012 stórfyrirtæki í sjávarútvegi
sem verða með megnið af aflaheim-
ildum í hafínu umhverfís ísland á
sinni hendi. Ef útgerðarmenn halda
að slík staða leiði ekki tilþess að hér á
landi verði tekinn upp auðlinda-
skattur, sem þeir hafa harðlega mót-
mælt og raunar afneitað algjörlega,
þá eru þeir í raun Iieimskari og ekki
þær vitsmunaverur, sem ég hef þó
gengið út frá að þeir væru upp til
hópa. Sú niðurstaða margra, sem
skrifað hafa í blöð nýverið, að nú-
verandi ástand leiði til þess að upp
verði tekinn auðlindaskattur í fram-
tíðinni, er rétt, ef ekki verður tekið
fyrir þá útfærslu á fiskveiðistjórnun
sem nú er við lýði. Að óbreyttu kerfi
verður þess ekki langt að bíða að
útlendingar eigi hér meiri og minni
aflaheimildir í sjó. Hvenær eiga er-
lend stórfyrirtæki eitt stykki sjávar-
þorp á íslandi? Minni sjávarþorp
víða um land vantar fjármagn inn í
fyrirtæki á staðnum, þau eiga fárra
kosta völ og sum engra til að auka
aflaheimildir sínar og þar með tekj-
ur. Nú dugar ekki lengur að hafa
dugandi skipstjóra til að fiska, það
verður að kaupa aflann fyrst.
Tillaga FFSÍ
í framhaldi af ályktun FFSÍ frá
1989 og afstöðu okkar í ályktun sam-
bandsstjórnar FFSÍ 20. janúar 1990,
sem hafnaði kvótakerfi sem framtíð-
arlausn, var settur upp vinnuhópur
innan samtakanna. Starfshópurinn
lagði fram tillögur á 35. þingi FFSÍ,
sem haldið var um miðjan nóvem-
ber 1991. Tillagan var samþykkt svo
til óbreytt og er svohljóðandi:
35. þing FFSÍ samþykkir að leggja
til sóknarstýringu við stjórn botn-
fiskveiða. f samræmi við V. kafla
laga nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða
grein VII. í ákvæði til bráðabirgða,
sem kveður á um að sjávarútvegs-
ráðherra skuli láta fara fram athug-
un á mismunandi kostum við stjórn
fískveiða og með sérstöku tilliti til I.
gr. Iaganna, um verndun, hag-
kvæma nýtingu og að tryggja trausta
atvinnu og byggð í landinu, verði
framkvæmd fullnaðarskoðun á vel
útfærðri sóknarstýringu sem stjórn-
kerfi fyrir allar botnfískveiðar við Is-
land.
35. þing FFSÍ leggur til að eftir-
farandi meginatriði verði höfð sem
sameiginlegar grundvallarreglur
við útfærslu á kostum sóknarstýr-
ingar við stjórn fiskveiða, sem FFSÍ
telur besta kostinn til framtíðar.
1. Flotanum verði skipt upp í út-
gerðarflokka, sem síðan verði skipt
upp í undirflokka skipa með sam-
bærilega sóknarmöguleika.
2. Eigi að endurnýja eða lengja
(stækka) fískiskip þarf til þess úreld-
ingu annarra skipa. Tonn á móti
tonni.
3. Tegundaþak verði fundið fyrir
70