Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Blaðsíða 80
VÍKINGUR
línu-og togveiðum. Petta tel ég mis-
ráðið og byggt á þekkingarskorti
þeirra sem lokaákvarðanir taka í
stjórnsýslustofnunum um fram-
kvæmd reglugerðarlokana.
Það vita flestir fiskiskipstjórar að
mjög sjaldan fer saman veiði á línu
og í troll. Það hefur margsýnt sig úti
fyrir Vestfjörðum að línubátar geta
verið að fá góðan fisk þótt ekkert
fáist í troll á sarna sjó og öfugt. Þó svo
að togaramönnum finnist það snúið
að aðrir geti veitt á þeim svæðum
sem lokuð eru fyrir trolli, þá verða
menn að líta á báðar hliðar málsins.
Þó nokkuð oft hefur það komið fyrir
að lokað hefur verið vegna smáfisks
á línu t.d. á Breiðafjarðarfláka. A
sama tírna og svæði hafa togarar
verið að veiðum og uppistaða aflans
verið ýsa og koli. Ég er ansi hræddur
um að togaraskipstjórum fyndist
það skrítið ef þá væri jafnframt lok-
að á þeirra veiðar á allt öðrum fors-
endum en aflinn í veiðarfæri þeirra
gefur tilefni til.
Skipstjórum á togurum fannst
hart að sér vegið nýlega þegar feng-
sælum fiskimiðum var lokað með
reglugerð og ég er þeirrar skoðunar
að ná hefði mátt betri sátt um málið
en raun varð á. Hörðustu talsmenn
þeirrar sóknarstýringar var að finna
í stjórn LÍÚ. Það er í sjálfu sér góðs
viti að LÍÚ-menn skuli nú, eftir tíu
ár í því dásamlega kvótakerfí sem
þeir mæltu harðast fyrir, vilja auka
og bæta kerfið með stýringu sóknar.
Það liggur þess vegna í augum uppi
að sóknarstýring er það hálmstrá
sem jafnvel forysta LÍÚ leggur til
þegar trúin minnkar á kvóta á skip,
sem boðað var að gæti þýtt að skip
mættu veiða hvar sem er það magn
sem þeim væri á annað borð heimilt
að veiða úr sjónum. Ekki neitt af
þeirri draumsýn virðist í nánd að
menn megi veiða kvóta sinn hvar
sem er við Island. Við erum með
mikla svæðaskiptingu í gangi eftir
skipastærð og veiðarfærum. Þau
skilyrði til veiða eru bundin að
mestu í lögum um veiðar í fiskveiði-
landhelgi íslands og ýmsum lögum
þeim tengdum ásamt ijölda reglu-
gerða. Allt eru þetta sóknartak-
markanir og sóknarstýring sem við
erum að mestu sammála um. Við
erum einnig með ýmis ákvæði í gildi
varðandi möskvastærðir og gerð og
notkun veiðarfæra. Sumt af því er
hreint rugl að mínu mati, t.d. var
engin þörf á að stækka trollmöskv-
ann í belg og vængjum vörpunnar
úr 135 í 155 mm, þar nægði alveg að
hafa 155 mm í poka. Þetta atriði við-
urkenna menn í dag og stærri
möskvi veldur skemmdum á fiski,
sem síðan er hent aftur í sjóinn.
Allt það sem hér hefur verið vikið
að er sóknarstýring. Menn geta lam-
ið hausnum við steininn ef þeir vilja,
en því verður ekki á móti mælt að
sóknarstýring hafur aukist sl. ár þar
sem kvótakerfið vekur ekki tiltrú
þess að markmið þeirra laga náist.
Er fískifræðin hárnákvæm vísindi?
Deilan sem allt snýst um er byggð
á því að fiskifræðin sé hárnákvæm
vísindagrein, sem sagt getur fyrir
um atvinnustig í landinu frá einu ári
til annars. Þá ættu menn að hafa í
huga að í næsta nágrenni við okkur
var verið að viðurkenna a.m.k. 70%
skekkju á því herrans ári 1993 í stærð
þorskstofns. Þið megið taka það að
ykkur að sannfæra þjóðina um að
við skulum setjaundirstöðuatvinnu-
grein okkar Islendinga á hausinn út
á þessi vísindi, ég tel mig ekki hafa
rök til þess né sannfæringu.
Ég geri mér fulla grein fyrir því að
það er búið að ráðstafa miklum fjár-
munum í því kerfi sem verið hefur í
gildi sl. tíu ár. Það breytir ekki því að
ástandið lagast ekki með því að festa
gallað stjórnkerfi í sessi. Það kann að
vera að það þurfi aðlögunartíma lil
að fara á milli kerfa. En því miður
eru kvótagreifar ekki á þeim buxun-
um að missa af þeim möguleika sem
allt stefnir í, að 1020 stórfyrirtæki
eigi stærstan hluta fisksins í sjónum.
Ég tel hins vegar að þetta sjónar-
mið sé algjör skammsýni og hugs-
anavilla, vegna þess að ef svo illa
skyldi fara að fáeinir aðilar korni til
með að eiga fiskinn í sjónum, undir-
stöðu þjóðfélags okkar, þá mun síð-
ar koma upp sú staða að sá stjór-
málaflokkur, sem tekur það upp
sem forgangsmál í kosningum að af-
leggja greifahópinn sem ræður
landinu í raun efnahagslega séð,
mun fá fjöldafylgi hins almenna ís-
lendings sem ekki á eignarhald,
erfðafesturétt eða mægðir í eignar-
haldsfélagi físksins í sjónum. Eðli-
lega verður hægt að snúa við afstöðu
kvótagreifanna með því að taka upp
auðlindaskatta á þá aðila sem eiga
fiskinn í sjónurn og láta þá sjálfa rífa
kvótakerfið í rúst.
Lokaorð
Það er í rnínum huga alveg klárt að
færist kvótinn á fáar hendur eða að
eignarhald hans festist í sessi frekar
en orðið er, þá eru íslenskir útgerð-
armenn, sem í orði kveðnu mót-
rnæla auðlindaskatti, að vinna að
skattlagningu á óveiddan fisk í sjó.
Fyrir því kerfi eru útgerðarmenn að
berjast með framhaldi núverandi
laga um stjórn fiskveiða við Island.
Farmanna- og fiskimannasambandi
íslands hefur um nokkurt skeið
verið legið á hálsi fyrir að fylgja ekki
eftir meginstraumi hagsmunasam-
taka í sjávarútvegi í stuðningi sfnum
við kvótakerfíð. Þetta hlutskipti
samtakanna hefur ekki aflað þeirn
mikilla vinsælda hjá þeim, sem fara
með yfírstjórn sjávarútvegsmála hér
á landi. A hinn bóginn staðhæfi ég
að afstaða FFSI til stjórnar fiskveiða
sé grundvölluð á heilbrigðri skyn-
semi skipstjórnarmanna, sem hafa
séð tímana tvenna á þessum vett-
vangi. Mér segir einnig hugur um að
Farmanna og fískimannasambandi
Islands muni bætast liðsauki áður en
langt um líður, eftir því sem gallar
kvótakerfisins koma skýrar í ljós. ■
Herjólfur:
VERKFALLS-
BOÐUN
Sjómannafélagið Jötunn í
Vestmannaeyjum hefur boðað
verkfall á Herjólfi. Ef samningar
takast ekki fyrir áramót, hefst
verkfall 1. janúar 1994.
Verkfallsboðunin hefur verið
send Vinnuveitendasambandi Is-
lands og ríkissáttasemjara.
80