Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Blaðsíða 42
VÍKINGUR
Fiskmarkaðurínn
BENEDIKT VALSSON
Afurða- og hráefnisverð bræðslufisks1>
Það er fátt sem
gleður þá sem
eiga hagsmuna
að gæta í sjávar-
útvegi um þessar
mundir. Þó er
ein áberandi
undantekning,
en það er útlit
fyrir góða loð-
nuvertíð. Bráðabirgðakvóti fyrir
loðnu á vertíðinni 1993/1994 hljóðar
upp á 900 þúsund tonn, þó er reikn-
að með að endanlegur kvóti gæti
legið á bilinu 1.300 og 1.400 þúsund
tonn. Þessi kvóti, eins og flestum er
kunnugt um, skiptist milli íslend-
inga (78%), Norðmanna (11%) og
Grænlendinga (11%), samkvæmt
samningi milli þessara þjóða.
Þrátt fyrir góðar horfur um
loðnuafla bggur ekki fyrir hve verð-
mætið, sem skiptir meira máli en
tonnafjöldinn, verður mikið og þar
Heimild: Oil World.
kemur til skjalanna óvissa um af-
urðaverð, þ.e. verð á loðnumjöli og
-lýsi. Annar þáttur sem skiptir miklu
máli um þau verðmæti sem verða til
úr loðnu er nýting hennar í bræðslu,
m.ö.o. hve hátt hlutfall af þurrefni
(mjöl) og fítu (lýsi) fellur til í fram-
leiðslunni. Reynslan sýnir að heild-
arnýting loðnunnar í umræddar af-
urðir er rnest á sumrin og haustin,
þegar hún er hvað feitust, en minnk-
ar aftur á móti þegar líða tekur á
vetur. I þessu ljósi skiptir það tölu-
verðu máli á hvaða árstíma loðnan
veiðist.
A síðasta áratug var hlutdeild
verðmætis í árlegri útflutningsfram-
leiðslu mjöls og lýsis í sjávarafurðum
á bilinu 3% til 14%, sem gefur um
leið til kynna þær miklu sveiflur sem
greinin býr við. Ef að líkum lætur
verður þessi hlutdeild um 11% á
þessu ári og því næsta. Áætlað verð-
mæti afurða á yfírstandandi loðnu-
vertíð, m.v. að íslendingar veiði um
85% af 1.300 þúsund tonnum og
miðað við markaðsverð loðnumjöls
og -lýsis í ágúst 1993, er milli 8 og 9
milljarðar króna. Sérhvert
prósentustig í fráviki frá ríkjandi
markaðsverði þýðir breytingu upp á
80—90 milljónir króna í útflutnings-
verðmæti Islendinga. Með hliðsjón
af þessu er vert að átta sig betur á
þeim þáttum sem einna líklegast
hafa áhrif á verðmyndun loðnu-
mjöls og -lýsis. I þessu sambandi
verður einkum drepið á framboð á
fiskmjöli og -lýsi á heimsmarkaði og
jurtamjöli og -lýsi, sem er í beinni
samkeppni við bræðsluafurðir físks.
Að lokum er fjallað um samhengi
milli verðs á loðnu til bræðslu og
afurðaverðs.
Afli og framleiðsla
Árið 1991 var um 30 milljónum
tonna af fiski ráðstafað í bræðslu eða
um þriðjungi af heimsafla sama árs.
Uppistaða hráefnis í þessari fram-
leiðslu eru fjórar tegundir uppsjáv-
arfiska, þ.e. ansjósa, sardína,
hestamakríll og loðna. Fiskmjölið er
aðallega notað í skepnufóður (kjúkl-
ingar og svín), enda er um að ræða
afar próteinríka fæðu. Einnig er
umtalsvertmagn af fískmjöli notað
sem fóður í fiskeldi. Fisklýsið er aft-
ur á móti notað fyrst og fremst til
frekari úrvinnslu í fjölbreyttum
efna- og matvælaiðnaði.
Helstu framleiðsluþjóðir fisk-
mjöls og -lýsis sem selja að mestu
leyti framleiðsluna á heimamarkaði
eru Japan, Rússland, Bandaríkin,
Suður-Afríka og Kína. Aðrar mikil-
vægar framleiðsluþjóðir sem eru að
miklu eða mestu leyti háðar útflutn-
ingsmörkuðum eru Perú, Chile,
Danmörk, Noregur og Island.
Áður en lengra er haldið er nauð-
42