Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Blaðsíða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Blaðsíða 50
VÍKINGUR íslenskir hvalir. f 2. þáttur. BURHVALIR uppruni þeirra og saga Búrhvalurinn er gríðarmikil skepna. Full- vaxnir tarfar eru að jafnaði um 17 metrar m á legnd, og vega um 40 tonn, þótt gamlar heimild- ir finnist um 18 metrar löng dýr og jafnvel upp í rúrna 20 metra. Kýrnar eru hins vegar allnokkuð minni, eða á bilinu 8 til 12 metrar, og vega um 20 tonn, þótt forðum hafi þær tíðkast stærri, eða allt að 17 metra langar. Búrhvalurinn er svarbrúnn eða dökkgrár á lit að ofanverðu, ljósari á hliðum, en silfurgrár að neðan. Bægsli eru tiltölulega lítil, augu sömuleiðis, og bakhyrna næstum engin. Búrhvalurinn er með stærsta heilabú, er nú þekkist í lifandi dýri. Það vegur um 10 kíló. Tennur hans eru einnig þær stærstu meðal hvala, um 30 talsins og á.a.g. 20 sentímetra langar, hver um sig. Þær eru að heita má nær eingöngu í neðri skoltinum. Mesti djúpkafarinn Fleira er búrhvalnum gefið, því hann er af mörgum talinn vera mesti djúpkafari allra hvala. Menn höfðu snemma vitneskju um það, að búrhvalir hefðu flækst í sæsíma- strengjum 1.100 metra undir yfir- borði sjávar, en áttu þó tæplega von á því, sem nýjustu rannsóknir hafa opinberað, að búrhvalir gætu kom- ist á helmingi meira dýpi. Og ekki nóg með það; grunur leikur á, vegna óbeinnar vitneskju, að búrhvalir fari SIGURÐUR ÆGISSON: enn dýpra, eða allt að þrjá kíló- metra. Geta þeir verið í kafi allt að 90 mínútur. Venjulegast er þó talið, að búr- hvalurinn afli sér fæðu á 300 til 400 metra dýpi, og að hver dýfa taki um 15 mínútur. Búrhvalurinn kafar lóðrétt niður á 7 til 8 kílómetra hraða á klukku- stund, að talið er, og kemur upp á 9 kílómetra hraða, mjög nálægt þeim stað, er lagt var frá, niður í hafdjúp- in. Höfuðið þriðjungur af lengdinni Höfuð búrhvalsins, sem er meira en þriðjungur af allri lengd hans, er ákaflega sérkennilegt. Astæðan er sú, að í því er mikill geymir, með undarlegri lýsistegund, sem talið er að hvalurinn noti til að auðvelda sér þessa umrædda djúpsjávarköfun, með því að hnika efninu til í líkam- anum, eftir því hvort upp er stefnt eða niður, og eins til að jafna þrýst- ing, ao auka súrefnisupptöku. Þessar ferðir búrhvalsins niður í svörtustu undirdjúp koma ekki til að nauðsynjalausu, því ein aðal fæðu- lind hans, einkum þó í heitari sjó, þ.e.a.s. kolkrabba, og reyndar ýmsa djúpsjávarfiska, er þar að finna. Er talið að hvalurinn bíði í launsátri nærri hafsbotninum, og miði bráð- ina út með hátíðnihljóðum. Er haft fyrir satt, að oft megi líta utan á búr- hvölum kringlótt ör, eftir sogskálar risakolkrabba. Einhverjusinni munu þessi för hafa mælst slík að þvermáli, að eigandinn getur ekki hafa verið minni en 45 metra lang- ur. En auk þessara fæðutegunda búr- hvalsins eru nefndar ýmsar stór- fiskategundir, eins og t.d. túnfiskur, risaskata og hákarl. Hér við land eru ýmsar smærri fisktegundir hins vegar aðalfæða búrhvalsins, eins og t.d. hrognkelsi, karfi, skötuselur, þorskur, ufsi og hlýri, en einnig étur hann talsvert af smokkfiski. Félagskerfið er margslungið Búrvhalurinn er fjölvkænisdýr, ólíkt því sem tíðkast með öðrum hvalategundum. Félagskerfi hans, sem er margslungið, er í stærstu dráttum þannig, að sérhver hjörð inniheldur einstaklinga, sem bundnir eru af ákveðnu kyni eða aldri, eða þá einhverju öðru. Til dæmis fer tarfur um með kvenna- búr sitt, er venjulega samanstendur af á.a.g. 20 til 30 fullorðnum dýrum, og á líkan máta halda ung kvendýr saman, ungir tarfar o.s.frv. Enda þótt búrhvalur sé útbreidd- ur um öll höf jarðarinnar, er hann umfram allt heitsjávarhvalur. Búr- hvalir í kaldsjónum hér við land eru allir fullorðnir tarfar, og er þá ýmist um að ræða gamla einstaklinga, sem fara einförum, eftir að hafa misst kvennabúr sín, eða þá ung dýr og óreynd, er fara nokkur saman í hóp, þetta 10 til 20, og bíða síns tíma. Þetta eru tarfar á aldrinum 12 til 54 ára. Búrhvalur er farhvalur Búrhvalurinn er annars farhvalur að einhverju marki, og leitar í hlýrri 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.