Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Blaðsíða 47
borðuðum allir saman,plássið leyfði
ekki annað. Þegar við vorum að
borða hafði Sigurður á orði við hér-
aðslækninn að hann hefði fundið
gamla konu sem var með berkla-
smit. Hann sagði að það þyrfti að
senda konuna strax á Kristnes eða
Vífilsstaði og var harðorður við hér-
aðslækninn, Sigurði þótti að læknir-
inn hefði átt að vera búinn að sjá að
gamla konan væri veik. „Hún var
alltaf svo hraustleg," svaraði læknir-
inn. Hún var ekkert nema beina-
grindin, minnti helst á Gandhi.
Smitberar voru pikkaðir svona út og
ég held að þetta verk hafi verið eitt
stærsta skrefíð í að við komumst
fyrir vind með berklana. Þessir
smærri staðir voru þannig að ef ekk-
ert hefði verið að gert gat fólk verið
þarna berklasmitað árum saman."
60 tonna trépungur sendur hálfan
hringinn
„Það gat verið einkennilegt að
ferðast með þetta fólk á árabátum,
en ég er hreykinn af að hafa tekið
þátt í þessu. Við sem unnum við
þetta voru gegnumlýstir og skoðaðir
til að ganga úr skugga um að við
værum ekki smitaðir.
Ég man að eitt sinn reri ég í land
með tvær systur og móður þeirra.
Þær vildu endilega að ég færi með
þeim heim og þægi góðgerðir, sem
ég og gerði. Þar kom fram að móðir-
in var ákaflega þakklát yfir þessu. Ég
held að flestir hafí tekið þessu vel.
Það er ótrúlegt að svona leiðangur
verði endurtekinn, að 60 tonna
trépungur verði sendur hálfan
hringinn í kringum ísland til að leita
uppi berklasmit! Það er sannfæring
mín að Sigurður Sigurðsson berkla-
læknir hafí unnið þrekvirki. Hann
varð að standa kófsveittur inni í
þessu litla herbergi, en þar voru tal-
stöðin og miðunarstöðin, gegnum-
lýsingartækið, sjúklingarnir og oft-
ast héraðslæknar, þetta var krafta-
verk. Sigurður var oft þreyttur og
dasaður."
Afi reri aldrei
lengra en á Leiruna
Arni Jón Jóhannsson er fæddur í
Reykjavík 20. júlí 1919, við Lauga-
veginn. „Þá var ekki farið með mæð-
urnar á sjúkrahús þegar þær áttu
börnin. Ég þekki ekki Laugaveginn
fyrir sömu götu. Þá var hann mold-
argata og sveitamenn fóru mikið
þarna um. Þetta var draumaheimur
fyrir barn. Á horni Frakkastígs og
Laugavegar var steinrétt þar sem
sveitamennirnir geymdu hrossin
meðan þeir voru í Reykjavík og eins
með þau hross sem áttu að fara til
slátrunar. Ég gerði mér það oft að
leik að stelast á bak á þessum hross-
um. Ég hef hugsað um það síðar
hversu vel ég her sloppið að slasa
mig ekki við þetta. Það hefur eflaust
orðið mér til lífs hversu þröngt var í
réttinni. Það var líka tilkomumikið á
haustin þegar verið var að reka fé til
slátrunar hjá Sláturfélaginu.“
Árni Jón sótti Miðbæjarbarna-
skólann og síðar Austurbæjarskól-
ann, eftir að hann var tekinn í notk-
un.
„Afí og amma, foreldrar móður
mínar, ólu mig upp. Móðir mín átti
mig í lausaleik. Amma mín hét Sig-
ríður Jónsdóttir frá Skeljabrekku í
Borgarfirði. Afí hét Sigfús Jónsson
og var fæddur á Vatnsnesi við Kefla-
vík. Árið 1874 var hann formaður á
sexæringi og reri aldrei lengra en á
Leiruna og út að Vogastapa. Síðar
reri afi frá Reykjavík og fór aldrei
lengra en út að Engey, þar varfínn
fiskur, þaralitaður. Þetta er einhver
besti fískur sem ég hef smakkað. Nú
sést ekki lengur fiskur þarna. Þetta
er allt glatað.“
Allir gangar voru með
trégólf og kolin voru
selflutt eftir þeim
„Ég byrjaði á sjó fljótlega eftir
fermingu, sem messadrengur á
Eddunni, með Jóni Kristóferssyni
skipstjóra. Fyrsti stýrimaður var
Þórður Hjaltason og Guðmundur
47