Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Blaðsíða 61
Ásta Halldóra Guðmundsdóttir bæjarritari á Höfn:
HLUTUR BÆJARINS í BORGEY
VAR ALDREIEIGNFÆRÐUR
Þær 100 milljónir króna sem bæj-
arsjóður lét í hlutafé í Borgey á síð-
asta ári voru aldrei eignfærðar. Það
má segja að þær séu tapaðar," sagði
Ásta Halldóra Guðmundsdóttir,
bæjarritari á Höfn í Hornafirði.
Um mitt síðasta ár greiddi bæjar-
sjóður Hafnar 100 milljónir í Borgey
hf. Eins og Ásta Halldóra segir var
hlutaféð aldrei eignfært og nánast
er hægt að fullyrða að nú, rúmu ári
síðar, séu þessir fjármunir glataðir.
Til að hægt sé að gera sér í hugar-
lund hversu bá upphæð jtetta er, þá
er gert ráð fyrir í Ijárhagsáætlun
Hafnar að skatttekjur þessa árs verði
205 milljónir króna. Þær 100 mill-
jónir sem voru greiddar inn í Bor-
gey eru því rétt tæplega helmingur
allra skatttekna bæjarfélagsins á
þessu ári.
Finn ekki fyrir
neinni kreppu,,
Ef allt fer á versta veg hjá Borgey
trúi ég því að aðrir koini í staðinn,
þannig að við töpum ekki jtessum
atvinnutækjum liéðan úr byggðar-
laginu. Eg verð að segja eins og er að
ég finn ekki fyrir neinni kreppu hér,
en ef kemur bakslag kvíði ég því.
Hér hefur verið mikil uppbygging
undanfarin ár og jress vegna yrði
slíkt okkur ntikið áfall. Égbind vonir
við að okkur takist að koma í veg
fyrir að við missum Borgeyjarskipin
frá okkur, en það yrði okkur gríðar-
legt áfall,“ sagði Ásta Halldóra Guð-
mundsdóttir, bæjarritari á Höfn.
NÝTT SÍMANÚMER
Ritstjórn Sjómannablaðsins Víkings
hefur fengið nýtt símanúmer:
91-679925
Sími afgreiðslu Sjómannablaðsins Víkings er:
91-629933
Sími auglýsingastjóra Sjómannablaðsins Víkings er:
91-624029
Afgreiðslan er í Borgartúni 18,105 Reykjavík
og ritstjórnin er í Nethyl 2,110 Reykjavík.
61