Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Blaðsíða 19
VÍKINGUR
BLIKUR A LOFTII
STJÓRN FISKVEIÐA
GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON, FORSETI FFSÍ:
Fátt er eins umdeilt og stjórn fisk-
veiða hér á landi. Ég fullyrði að gild-
andi stjórnkerfi fiskveiða sé rnein-
gallað og almenn andstaða gegn því
fari vaxandi. Mér hrýs hugur við
þeim forréttindum og valdi, sem
fengið er í hendur þeirn fámenna
hópi manna, sem teljast til handhafa
veiðiheimilda. ísland er fámennt
land og byggir afkomu sína á sjávar-
útvegi. Þess vegna má það aldrei
henda að aðgangi að lífsbjörginni sé
stjórnað af fámennum forréttinda-
hópi, sem hefur tök á að ákveða af-
komu almennings í landinu.
Erindið fjallar um þær blikur á
lofti í stjórn fiskveiða, sem framund-
an eru. Ég mun fjalla um markmið
gildandi stjórnkerfis fiskveiða og
hvers vegna þau hafa ekki náð fram
að ganga. Þá mun ég fjalla urn
stefnumörkun og sérstöðu Far-
manna- og fiskimannasambands Is-
lands gagnvart kvótakerfinu og
jafnframt um aukna samstöðu milli
samtaka sjómanna í andstöðu gagn-
vart kvótabraskinu. Einnig mun ég
fjalla um fyrirhugaðar breytingar á
lögum kvótakerfisins, sem stjórn-
völd ráðgera á næsta þingi, en þar er
helst að nefna svokallaðan Þróunar-
sjóð sjávarútvegs. Að lokum verður
fjallað um‘ drög að nýrri veiðistýr-
ingu, sem samþykkt var á síðasta
þingi FFSÍ.
Óhætt er að segja að markmið
stjórnar fiskveiða hlýtur að miðast
við hámörkun á afrakstri fiskstofn-
anna, ekki bara í dag heldur urn
ókomna framtíð.
Samkvæmt kvótalögunum er
kveðið á um að tilgangurinn með
stjórn fiskveiða sé að treysta atvinnu
og byggð í landinu. Þessi markmiða-
lýsing byggist á þeim grunni að
nytjastofnar á Islandi séu sameign
íslensku þjóðarinnar.
En hvernig hefur tekist til við að
ná settum markmiðum kvótalag-
anna?
Hver er reynslan af kvótanum?
Eftir um það bil tíu ára reynslu-
tírna kvótakerfisins kemur í ljós að
þorskstofninn er í sögulegu lág-
marki að mati fiskifræðinganna. Við
búum við mesta atvinnuleysi í sögu
lýðveldisins og sjávarbyggðir lands-
ins standa víða höllum fæti, en sök-
um kvótabrasksins hafa mörg sveit-
arfélög neyðst til að auka skulda-
stöðu sína til að geta tekið þátt í
kvótakaupum svo tryggja megi afla-
heimildir á staðnum. Auk þess hefur
kvótakerfið skapað misvægi rnilli
einstakra útgerðarflokka, þar sem
bátum hefur stórlega fækkað í nafni
hagræðingar. Kerfið er meingallað.
Við endurskoðun á kvótalögun-
um árið 1989, og nú síðast í höndum
Tvíhöfðanefndarinnar, var lögð
höfuðáhersla á að draga fram í dags-
ljósið þann ávinning, sem búast
mætti við af kvótakerfinu. Aftur á
móti var algjörlega vikist undan
þeirri ábyrgð í umræddri endur-
skoðun að meta þann þjóðhagslega
kostnað,sem fylgir kvótakerfinu,
með óheftri sölu á óveiddum fiski. í
þessu sambandi mætti t.d. spyrja:
Hvað kostar það þjóðarbúið að hér
fari í eyði 510 sjávarþorp víðsvegar
um landið? Svar við slíkri spurningu
á því miður ekki upp á pallborðið hjá
þeim, sem hingað til hafa fengið að
ráða ferðinni.
Varnaðarorð FFSÍ
Á undanförnum árum hefur Far-
manna- og fiskimannasamband ís-
lands margítrekað varnaðarorð og
ályktanir, sem lúta að því að benda á
alvarlega ágalla núverandi fiskveiði-
stjórnkerfis. Nú virðist sem ýmsar
uppákomur í sölu á fiskiskipum með
seljanlegar aflaheimildir komi
mönnurn í opna skjöldu og engu lík-
ara en þeir hafi alls ekki gert sér
grein fyrir hvað fælist í núgildandi
lögum, sem kornu til framkvæmda 1.
janúar 1991. Ekki geta þeir látið sem
það ástand, sem er að skapast, komi
þeirn á óvart, sagt að enginn hafi
verið með varnaðarorð vegna þess
sem framundan væri. Á Fiskiþingi
haustið 1990 vöruðu fulltrúar FFSÍ
alvarlega við því sem væri frantund-
an, ef áfram yrði haldið á þeirri
braut að selja óveiddan fisk í sjó.
Farmanna- og fiskimannasamband
Islands hafnaði frumvarpsdrögun-
um á þeirri forsendu að allt kerfið
gengi út á að sala skyldi vera óheft á
óveiddum fiski í sjó.
Helsta ástæðan fyrir þessari af-
stöðu FFSI er sú að í frumvarps-
drögunum er gert ráð fyrir sölu á
óveiddum fiski, sem mun leiða af sér
byggðaröskun, misvægi milli ein-
stakra útgerðarflokka, t.d. báta og
togara, og aukinn tekjumun milli
sjómanna. Þá vill FFSl benda á það
ósamræmi í frumvarpinu, og reynd-
ar í gildandi lögum um stjórn fisk-
Framhald á bls. 70
19