Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Blaðsíða 34
VÍKINGUR
Hjördís Sigurþórsdóttir,
formaður Verkalýðs- og sjómannafélagsins Jökuls:
MENN HAFA VERIÐ SETTIR
í LAND FYRIR AÐ NEITA AÐ
TAKA ÞÁH í KVÓTAKAUPUM
„Það voru fjórir menn settir í land
á bátnum Hrísey fyrir að neita að
taka þátt í kvótakaupum. Við feng-
um þær skýringar hjá útgerðinni að
þeir hefðu verið sendir í frí. Mönn-
um er stillt upp við vegg; annað-
hvort taka þeir þátt í kvótakaupum
eða bátunum er lagt. Menn hafa
ekkert val, þetta eru þvinganir,“
sagði Hjördís Sigurþórsdóttir, for-
maður Verkalýðs- og sjómannafé-
lagsins Jökuls á Höfn, þegar hún var
spurð hvort verkalýðsfélagið hefði
orðið vart við þátttöku sjómanna í
kvótakaupum.
Hjördís sagðist kvíðin vegna
framtíðar Borgeyjar. Erfitt væri að
hugsa þá hugsun til enda ef bátar
Borgeyjar yrðu seldir burt frá Höfn.
Það myndi skaða atvinnulífið á
Höfn verulega að missa kvótann
sem færi með þeim.
Nú eru fimm sjómenn á Höfn á
atvinnuleysisskrá. ■
Borgar Antonsson sjómaður:
ER Á100 TONNA BÁT
MEÐ12 TONNA KVÓTA
„Ég er á Sigurði Lárussyni SF,
hann er 100 tonn að stærð en kvót-
inn sem báturinn hefur er aðeins 12
tonn. Við höfum ekki getað róið síð-
ustu daga þar sem ekki fást menn.
Okkur vantar báða vélstjórana og
kokk,“ sagði Borgar Antonsson, sjó-
maður á Sigurði Lárussyni SF frá
Höfn.
„Eftir humarinn erum við búnir
að vera á fiskitrolli. Ég reikna með
að allur okkar kvóti sé leigukvóti.
Það er gengið frá því sem vísu að við
tökum þátt í kvótakaupum. Ég hef
spurst fyrir um þetta og svörin sem
ég fæ eru einföld. Utgerðin segir að
það viti allir að báturinn er kvóta-
laus.“
Okkur var sagt upp
Þú hefur áður tekið þátt í kvóta-
kaupum?
„Áður var ég á Haukafellinu. Þar
tók áhöfnin þátt í kvótakaupum, en
ekki eins mikið og á Sigurði Lárus-
syni. Á Haukafellinu kom þetta
öðruvísi út, þar sem tekjurnar voru
Tókum þátt íkvótakaupum á Haukafcllinu, segir
tiorgar
það góðar. Mér og tveimur öðrum
var sagt upp þar, ekki vegna þess að
við værum að mótmæla kvótakaup-
um. Rökin voru þau að það vantaði
fleiri réttindamenn til að leysa af,
sérstaklega í vélinni. Það var ekkert
við því að segja, það er hvað varðar
vélstjóra, en fyrir voru þrír menn
með réttindi í brú. Hann réð nýjan
vélstjóra, Qórða réttindamanninn í
brúna og einn háseta. Við vorum
ósáttir við þessar uppsagnir. Okkur
heimamönnunum var sagt upp en
kunningi hans annars staðar frá var
ráðinn í okkar stað.“
Þessi kjör, sem þér eru boðin á
Sigurði Lárussyni, eru afarkostir,
ekki rétt?
„Auðvitað. Ef við segjum eitthvað
erum við sendir í land. Hríseyjar-
málið var með.þeim hætti að nokkrir
gengu í land vegna kvótakaupanna.
Framhald á bls. 44
34