Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Blaðsíða 44
VÍKINGUR sem hér greinir frá er eftirtektarvert fyrir verðmyndun á loðnumjöli í Ijósi atburða sem hafa átt sér stað fyrir skömmu á svokölluðu korn- belti í Bandaríkjunum, en þar hafa stórfljót flætt yfir bakka sína og spillt fyrir uppskeru á mikilvægum korn- ræktarsvæðum. Síðustu upplýsingar um markaðsverð á sojamjöli sýna greinilega töluverða hækkun. I júní 1993 var verð á sojamjöli um 209 USD á tonn, en í byrjun ágúst sl. var tonnið komið upp í 246 USD, sem er um 18% hækkun á tveimur mánuð- um. Af myndinni að dæma virðist verðhlutfallið ekki ýkja stöðugt, sem sýnir að tonn af fiskmjöli er 1,5 til 2,4 sinnum dýrara en tonn af sojamjöli. Meðaltal verðhlutfallsins á tímabil- inu sem myndin spannar er um 2, en þetta hlutfall er um 1,5 í ágúst sl. Ef við gefum okkur að hlutfallið leiti fyrr eða síðar í tölu nálægt 2, þá ger- ist það annaðhvort með hækkun á verði fiskmjöls eða lækkun á verði sojamjöls, nema hvort tveggja eigi sér stað. Verðmyndun á loðnu Hér að framan hefur verið drepið á nokkra þætti sem ætla megi að hafi meiri eða minni áhrif á loðnuverð til bræðslu hér innanlands, þ.e. að loð- nuverðið breytist í takt við markaðs- verð afurðanna. Við nánari athug- un er ekki hægt að staðfesta þetta samband, þegar hlutfall loðnuverðs á móti útflutningsverði (FOB) loð- nuafurða úr bræðslu er skoðað yfir tímabilið 1987—ágúst 1993, en um haustið 1987 var verð á loðnu til bræðslu gefið frjálst. Þróun á um- rædcju hlutfalli er sýnd á eftirfar- andi töflu: Eins og taflan tilgreinirer hlutfall milli hráefnis- og afurðaverðs loðnu í ágúst sl. metiágt eða tæplega 50%, en meðalgildi hlutfallsins á tímabilinu 1987-1992 er um 57%. Samkvæmt þessum tölum ætla eigendur loðnubræðslna sér stærri hlut af afrakstrinum nú en á undanförnum árum. Þeir sem bera skarðan hlut frá borði eftir slíka uppskiptingu eru sjó- menn og sjálfstæðir útgerðarmenn loð- nubáta. Tökum dæmi um bát með 10.000 tonna loðnuafla og miðum við framangreint afurðaverð (FOB) á loð- numjöli og -lýsi. Þá munar um 67 millj- 1987 59,4% 1988 58,9% 1989 53,0% 1990 59,1% 1991 57,5% 1992 55,2% 1993, ág. 49,6% Heimild 1987-1992: Hagstofa íslands, Fiskifélag fslands. Hlutfall í ágúst 1993 byggist á: CIF-verð Fragt pr. tonn pr. tonn Nýting Mjöl 305 GBP 40USD 18% Lýsi 360 USD 230 NOK 15% Hráefnisverð: 4.400 kr/tonn. Á eftirfarandi mynd er sýnd þróun á þessu verð* hlutfalli. ónum króna í aflaverðmæti, eftir því hvort báturinn nýtur um 50% eða um 57% hráefnisverðshlutfalls. Um það má deila hvort umrætt hlut- fall hafi verið of iágt eða hátt á árunum 19871992. En eins og ég hef greint frá áður hefur verið um óánægju að ræða meðal sjómanna gagnvart verðmyndun á loðnu. I orði kveðnu er hún frjáls, en raunveruleikinn segir annað. Samtök sjómanna hafa hingað til stutt frjálsa verðmyndun á sjávarfangi og fagnað til- komu og auknum umsvifum uppboðsm- arkaða, en meira þarf ef duga skal, því orðin tóm duga ekki sem á vantar. Til að koma á fót frjálsum markaði fyrir loðnu er nærtækast að hefja könn- un á undirbúningi formlegs fjarskipta- markaðar, sem í fyrstunni gæti miðlað upplýsingum um verð, afla og annað sem aðstoðar seljendur og kaupendur við að taka skynsamlegar ákvarðanir. í öðru skrefi yrðu settar reglur um við- skipti milli kaupenda og seljenda á slík- um uppboðsmarkaði. En þrátt fyrir að hér yrði komið á fót formlegum fjarsk- iptamarkaði er ekki gefið að hann yrði skilvirkur, vegna þess að aðilar sem reka jöfnum höndum bæðslur og nótabáta gætu kosið að eiga engin viðskipti með bræðslufísk í gegnum markað. Þetta er einmitt vandi markaðsvæðingar í hnotskurn og þennan vanda verður að leysa með einhverju móti, því sjómenn koma aldrei til með að sætta sig við að verð hér innanlands verði einhliða ákvarðað af kaupendum eða vinnsluaði- lum sjávarfangs, því hvorki þeir né aðrir vilja láta aðra um að skammta sér laun. Hér, eins og annars staðar, þarf að sætta sjónarmið og finna sameiginlegan grundvöll fyrir ólfka hagsmuni. Þennan grundvöll er að fmna í raunverulega frjálsu fiskverði. 1) Heimild um erlendar tölur sem vitn- að er til í pistlinum: J-F. Miltaine og J. Bololanik: An Approach to the Management of Market and Resource Uncertainties: The Globalisadon of Trade Informat- ion, IIFET 1992. Oil World, 1990-August 1993. 2) J.L. Anderson og T. Vukina: Cross-Hedging Fishmeal with Soybean Meal Futures, IIFET 1992. Framhald af bls. 34 Þeir mótmæltu, ekki síst vegna þess að Hríseyjan hafði bjargað öðrum bátum um kvóta, og því sveið þeim illa að þurfa að kaupa kvóta á bát- inn.“ Kvótakerfið býður útgerðinni upp á að hafa þetta svona Launin eru væntanlega ekki merkileg? „Eg hef ekki haft lakari laun en ég sá á síðasta launaseðli, kannski þegar ég bar út Dagblaðið þegar ég var átta ára. Ég var níu daga í fríi og launin mín voru rúmar 60 þúsund krón- ur.“ Finnið þið fyrir að útgerðir gangi lengra í þessum málum vegna þess að það er atvinnuleysi? „Já, þeir nýta sér það til fullnustu. Það þorir enginn að sleppa vinn- unni. Sjómennska snýst ekki orðið um annað en þátttöku í kvótakaupum. Þeir sem sleppa við það eru heppn- ir.“ Kennirðu kvótakerfinu um hvernig komið er? „Það er ekki hægt annað. Þetta kerfi býður upp á þetta. Það eru til útgerðarmenn hér sem gera vel við sína menn. Karlarnir á Hafdísinni fengu hluta af söluverði á kvóta. Þegar þeir seldu kvóta komu 33 prósent af sölunni til skipta. Það var síðar keyptur kvóti og þá borguðu karlarnir 25 prósent í kaupunum. f því tilfelli var vel staðið að þessum málum." 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.