Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Blaðsíða 79
hluti af sóknarstýringarkerfi. Við
erum að stýra sókn skipanna eftir
veiðisvæðum. Við lokum stórum
svæðum fyrir veiðurn yfir hrygning-
artímann á besta veiðitíma ársins
fyrir vertíðarbátana. Við höfum tak-
markað veiðar við suðurströnd
landsins og á svæðurn í kringum
Vestmannaeyjar. Þetta hefur verið
gert í samráði við hagsmunaaðila í
sjávarútvegi.
Ég hef hinsvegar aldrei getað skil-
ið það hvers vegna veiðar með
þorskanetum eru bannaðar sérstak-
lega utan þeirra svæða sem ákveðið
er að loka hverju sinni. Vel með far-
inn netafiskur, einnar náttar, er síst
verra hráefni en annar fiskur, sem
til dæmis er veiddur í troll. Mismun-
un milli veiðarfæra á ekki rétt á sér
að þessu leyti.
Við höfum líka lokað stórum og
gjöfulum veiðisvæðum vestan,
norðan- og austanlands fyrir tog-
veiðum vegna smáfísks í afla, oftast
hefur verið um þessar aðgerðir frið-
ur við fiskimenn. Þessisvæði hafa
hingað til eingöngu verið lokuð fyrir
togveiðum. Nú nýverið var hins veg-
ar lokað stóru veiðisvæði bæði fyrir
ORUGG KÆUKERFI
ÖRUGG ÞJÓNUSTA
Atriði setn
skipta miklu
í mutvælaiðnaði.
Metnaður Kværner Eureka á Islandi
felst í að tryggja öryggi i við-
haldi og eftirliti á öllum
tegundum kælikerfa.
KVÆRNER
Starfsfólk sölu- og
þjónustudeildar Kværner
Eureka á Islandi er tilbúið til
þjónustu hvar og hvenær sem er.
Kværner Eureka a.s.
á íslandi
Stangarhyl 6 • 110 Reykjavík • Sími 685 320
SKIPAÞJÓNUSTA SUÐURLANDS sf
UNUBAKKA10-12,815 ÞORLÁKSHÖFN, S 98-33930 og 98-33541, FAX 98-33941
Bjóðum landsmönnum öllum í útgerð og
fiskvinnslu eftirfarandi þjónustu:
UPPSKIPUN SJÁVARAFURÐA - ÚTSKIPUN AFURÐA
Bjóðum alla almenna þjónustu við uppskipun, útskipun og gámun
fyrir fiskiskip og fragtskip, á tímum þegar þér hentar. Góð vinna á vægu verði.
Reynið fljóta og örugga þjónustu. Það borgar sig.
INNFLUTNINGUR ■ SALA VEIÐARFÆRA
Þú færð allt til veiðanna hjá okkur, stórt
sem smátt. Erum einnig með úrval af
vinnufatnaði.
ÚTFLUTNINGUR SJÁVARAFURÐA
Sendum ferskan fisk á markaði I Evrópu.
Erum með kaupendur að ýmsum unnum
fiskafurðum. Fljótog örugg greiðsluskil.
79