Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Blaðsíða 66
VÍKINGUR
Framhald af bls. 36
miklu viðskiptum sem eru með kvót-
ann, en eins og flestir Hornfirðingar
segist hann ekki sjá neitt annað kerfi
sem er betra.
Verkalýðsfélagið gaf ekki umsögn
þegar Ásgrímur vildi geyma rækju-
kvóta
„Verkalýðsfélagið veitti ekki um-
sögn um beiðni mína um að fá að
geyma 5 tonn af rækjukvóta, en ég
hef ekki nægan kvóta til að geta
geymt þetta sjálfur. Þetta er gert
vegna samþykktar Sjómannasam-
bandsins. Þetta er komið í það mikla
hörku að ég get ekki sætt mig við
það. Ég ætlaði ekki að selja kvótann,
heldur hagræða fyrir mína báta. Það
sem ég er að gera skapar meiri vinnu
fyrir félaga í verkalýðsfélaginu,"
sagði Ásgrímur Halldórsson útgerð-
armaður í Skinney á Höfn í Horna-
firði.
„Þetta er orðið það blint, vegna
Sjómannasambandsins, að það hef-
ur verkalýðsfélögin í vasanum. Ég
myndi vilja skýringar frá Sjómanna-
sambandinu.
Við ætlum að kaupa meiri rækju-
kvóta, því við eigum bara 50 tonna
kvóta. Þetta eru svörin sem við fá-
um, þegar við erum að gera allt til að
auka vinnu hjá mönnunum. Einn
bátana okkar er að fara á rækju og á
að landa á Eskifirði. Þegar við erurn
að gera þetta veitir Verkalýðsfélagið
ekki umsögn. Ég fékk skrifað upp á
hjá bænum, þannig að það ég gat
geymt kvótann. Sjómannasamband-
ið er búið að heilaþvo það fólk sem
vinnur hjá verkalýðsfélögunum.
Það er kannski annað þegar er verið
að láta mennina kaupa kvóta, en svo
er ekki í mínu tilfelli.“ sagði Ásgrím-
ur Halldórsson.
Hólmgeir Jónsson:
Það skaljafnt yfír alla ganga
„Ég veit ekki hver er orðinn
óbilgjarn í þessum málum. I lögum
um stjórn fiskveiða þarf að fá um-
sögn sveitarfélags og sjómananfé-
lags á viðkomandi stað. Sú leið sem
fórum var að beina til félagana að
gefa ekki umsögn um kvótaflutning,
þetta var gert vegna þess hvernig er
verið að fara með okkar menn í þess-
um viðskiptum. Þetta eru hlutir sem
við því miður stöndum frammi fyrir,
þess vegna beinum þessum tilmæl-
um til félaganna. Ég vísa því til föð-
urhúsanna að við séum ósanngjarn-
ir. Ég get ekki dæmt alla útgerðar-
menn óheiðarlega, en vegna
ástandsins skal jafnt yfir alla ganga.
Þessi ófögnuður breiðist svo fljótt
yfir, að sá útgerðarmaður sem er
heiðarlegur í dag getur verið
óheiðarlegur á morgun,“ sagði
Hólmgeir Jónsson framkvæmda-
stjóri Sjómannasambands Islands.
Nú getum við sillt
allar gerðir
sérbyggðra
olíuverka með allt
að 60 mm kólfum og
sambyggð olíuverk
fyrir allt að 20
strokka vélar
A.Y.
►JÓHDSTA
DISILVERKSTÆÐI
Súðarvogi 38 (Kænuvogsmegin)
Reykjavík • Sími 688540
Stillum stærstu
olíukerfí fyrir
dieselvélar með
stærsta stillibekk
V-Evrópu
66