Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Blaðsíða 32
Ykkar útgerðarmaður, Ásgrímur
Halldórsson, segir mér að hann sé
búinn að kaupa kvóta fyrir 80 millj-
ónir króna frá árinu 1990.
„Það er eflaust rétt hjá honum,“
sagði Grétar. „Sagði hann þér þá
ekki líka að allur sá kvóti, sem hann
er búinn að kaupa frá 1990, er horf-
inn?“ sagði Grétar.
Freyr er nýhættur á humri, en eru
uppgrip í humrinum?
„Nei, það er af sem áður var. Það
eru netin sem skila mestu tekjun-
um,“ sagði Ægir.
Freyr á að fara á rækju sem verður
landað á Eskifirði. Þeireru búnir að
vera á línu, netum, humri, fiskitrolli
og fara nú á rækju, allt á einu og
sama árinu.
Meira um kvótann drengir. Aðrir
sjómenn kvarta, en ekki þið.
„Þessi væll er kominn frá Suður-
nesjamönnunum. Það er ekkert
öðruvísi. Þeir eru búnir að kvarta í
mörg ár. Reyndar verður að segja
eins og er að þeir eru sennilega
mestu leiguliðarnir af öllum.
Ég get sagt þér að það var bátur
héðan að fiska fyrir Norðlendinga.
Þeim var sagt að koma einungis með
tveggja til fjögurra kílóa fisk. Það
gekk ekki upp, þar sem hér er það
stór fiskur. Það er erfitt að fá tveggja
kílóa fisk," sagði Grétar.
„Það er nú samt meira um smáfisk
nú en áður,“ sagði Ægir.
„Þannig að það er eitthvað um fisk
sem er að vaxa, ef hann fær þá að
vaxa eitthvað. Það er búið að loka
stórum svæðum fyrir 155 millimetra
möskvum, en á sama tíma er allt op-
ið fyrir 135 millimetra möskva.
Snurvoðarbátarnir eru að koma í
land með 30 til 40 tonn eftir tvo
daga, á sama tíma og þeir með stærri
möskvana eru grænir fyrir utan.
Þetta er algjört rugl,“ sagði Grétar.
„Þeir eru með það mikið af tógum að
það þýðir ekkert fyrir þá að kasta
tvisvar á sama blettinn, það er bara
eyðimörk eftir kastið,“ bætir Grétar
við og hlær.
En drengir, því verður ekki á móti
mælt að eftir að þátttaka sjómanna í
kvótakaupum kom til hafa margir
sjómenn þurft að sætta sig við að
vera skrúfaðir mörg ár til baka í
launum. Þeir sem hafa sloppið við
kvótakaupin eru ekkert vel haldnir
heldur, kvótinn hefur minnkað það
mikið.
„Ég er með nákvæmlega sömu
krónutölu síðustu íjögur ár. Það sér
hver maður að þetta er ekki sniðugt.
Við höfum alveg sloppið við kvóta-
kaup til þessa. Samt er ég ekki á lé-
legum launum, þú ættir að tala við
strákana sem eru með einn hlut.
Þeir geta kvartað," sagði Grétar. „Ég
þarf ekkert að kvarta, ég kemst
ágætlega af,“ sagði Grétar Vilbergs-
son, skipstjóri á Frey SF, að lokum.
Guðmundur
Erlendsson,
netamaður á Hrísey:
EKKERT ANNAÐ
AÐ GERA EN
TAKA ÞÁTT í
KVÓTAKAUPUM
„Satt best að segja veit ég ekki
hvort okkur er ætlað að taka þátt í
kvótakaupum hér á Hríseynni, ég
hef ekki kannað það,“ sagði Guð-
mundur Erlendsson, netamaður á
Hrísey.
Guðmundur að gera trollið klárt.
Guðmundur er nýráðinn á Hrís-
eyna.
„Ef það er ætlunin að við borgum
fyrir kvótann, þá verðum við bara að
gera það. Það er ekki um neilt annað
að ræða. Ef valið stendur milli þess
og að vera í landi, þá vil ég frekar
borga í kvótanum. Það er betra að
vera á lágum launum á sjó en engum
í landi," sagði Guðmundur Erlends-
son.
Grétar sagðist taka sig vel út í rammanum.
32