Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Blaðsíða 38
VÍKINGUR Sjávarútvegssýningin í Laugardal: ÆTLA KALLARNIR AÐ FARA Á SÝNINGUNAÍ HVAÐ ERU ÞEIR AÐ FISKA OG HVERNIG LIGGUR Á ÞEIM? MAÐUR FORPOKAST EKKIEINS MIKIÐ segir Snorri Snorrason á Baldri EA Snorri Snorrason, skipstjóri og út- gerðarmaður á Dalvík, var raunar í landi þegar blaðið náði tali af hon- um. Baldur EA var hins vegar úti á sjó að eltast við rækju. „Ég held þeir hafi haldið sig mest í Kantinum hér fyrir norðan, en það er búið að vera heldur rólegt að undanförnu eins og oftast er á rækjunni um þetta leyti.“ Snorri segist yfirleitt sækja sjávar- útvegssýningar hér innanlands ef hann hafi tíma til þess.„ Ég fór ekki síðast og veit ekki hvort ég get farið núna, en það hafa allir eitthvað út úr því að skoða þessar sýningar. Þær eru besta leiðin til að fylgjast með því sem er að gerast og skoða tækninýj- ungarnar. Maður forpokast ekki eins mikið ef maður reynir að fylgj- ast með. Mig hefur líka oft langað á sýningar í útlöndum, en það er dýrt og tímafrekt að sækja þær og við sem stundum sjóinn ráðum lítið yfir tím- anum okkar,“ sagði Snorri Snorra- son. KAUPIEKKIMIKIÐ AF TÆKJUM NÚNA segir Asgeir Guðbjartsson á Guðbjörgu ÍS „Það er alltaf gaman að sjá þessar sýningar,“ sagði Ásgeir Guðbjarts- son, skipstjóri á Guðbjörgu ÍS, þegar blaðið náði tali af honum þar sem hann var á veiðum í Kolluáln- um. „Ég veit þó ekki hvort ég fer á sýninguna að þessu sinni. Maður kaupir ekki mikið af tækjum meðan ástandið er eins og það er, má teljast góður að eiga fyrir olíu og veiðar- færum. Þetta er hrikalegt. Við vor- um að koma hingað af Hampiðju- torginu þar sem við vorum tvo sólar- hringa að fylla einn gám. Maður kaupir ekki mikið af tækjum á með- an,“ segir Ásgeir Guðbjartsson og enginn efast um að hann hefur oft verið fljótari að fylla einn gám af fiski. SYNINGARNAR KOMAAÐGAGNI segir Guðmundur Hermannsson á Sæþóri EA Guðmundur Hermannsson, skip- stjóri á rækjubátnum Sæþóri EA frá Árskógsströnd, var að skarka á Rifs- banka norðaustur af Þistilfirði þegar við náðum sambandi við hann í farsímann.Hann sagðist hafa farið tvívegis á sjávarútvegssýningar. „Þar er margt að sjá og ekki allt jafn- spennandi því auðvitað er reynt að höfða tii sem flestra. En ég hef haft gagn af þessum sýningum, það er engin spurning. Það er svo ör þróun í tækninýjungum fyrir skip að það er nauðsynlegt fyrir sjómenn að fylgj- ast vel með. Ég reyni að komast núna ef ég get.“ Þeir á Sæþóri hafa verið á rækju í sumar og lagt upp á Dalvík. „Þetta hefur verið allt í lagi fram til þessa, en núna er þetta hálfgerður ræfill. En það eru ekki alltaf jólin og kannski eins gott,“ sagði Guðmund- ur Hermannsson. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.