Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Blaðsíða 43
synlegt að geta þess að fiskmjöl er
ekki “einsleit'* vara, m.ö.o. er um að
ræða ólíka vöru eftir eiginleikum og
gæðum. Eiginleikarnir ráðast fyrst
og fremst af próteininnihaldi mjöls-
ins, sem getur legið á bilinu 64% til
72%. íslenska loðnumjölið er al-
gengast um 70%. Þá ber að nefna
misjafnt innihald ýmiss konar snefil-
efna og lit á mjöli. Eiginleikar og
gæði ráðast síðan m.a. af fram-
leiðsluaðférð (þurrkunaraðferð
o.s.frv.) og tegund og ferskleika hrá-
efnis.
Heims verslun
Framboð fiskmjöls á heimsmark-
aði hefur verið um 3 milljónir tonna
á ári, sem er rúmlega 50% af heims-
framleiðslu. Þessar tölur gefa til
kynna að hlutdeild íslendinga íþess-
um tiltekna heimsmarkaði er innan
við 10%, sem leiðir líkur að því að við
höfum takmörkuð áhrif á hina al-
mennu verðlagningu á þessurn
markaði.
Helstu innflytjendur fiskmjöls og
-lýsis var að finna í Vestur-Evrópu,
þar til fyrir skömmu, að lönd í Aust-
ur-Asíu tóku forystuna á þessum
vettvangi. T.d. er reiknað með að
Kína eitt og sér hafi flutt inn 1/6 af
heimsútflutningi árið 1991. Vestur-
Evrópa er enn mikilvægasti markað-
ur íslendinga fyrir bræðsluafurðir.
Horfur um framboð af fískmjöli
og -lýsi á heimsmarkaði, hvort sem
litið er til skemmri eða lengri tíma,
eru ávallt óvissu undirorpnar. Þó er
búist við að framboð frá íslandi
verði meira en í meðalári. Upplýs-
ingar frá Perú og Chile benda til að
framboð frá þessum löndum fari
minnkandi. Einnig má geta þess að
fiskmjöls- og lýsisframleiðendur í
Suður-Ameríku hafa staðið gagn-
vart alvarlegum vanda vegna sal-
monellusýkingar í afurðum. Þá er
reiknað með að loðnuveiði Norð-
manna í Barentshafi verði í lág-
marki næsta vetur. Með hliðsjón af
þessu er ekki loku fyrir það skotið að
framboð bræðsluafurða á heimsm-
arkaði fari minnkandi á næstunni.
Staðkvæmd
Þegar talað er um staðkvæmd
tveggja vara er átt við að notkun á
einni tegund vöru geti komið í stað-
inn fyrir notkun á annarri tegund.
Dæmi um staðkvæmd er fiskur og
kjöt í innkaupum neytenda. Það sem
ræður innkaupum neytandans, að
því gefnu að hann taki skynsamlega
ákvörðun, er verðhlutfallið milli
þessara vörutegunda, eða öllu frem-
ur breyting á verðhlutfallinu.
Ríkjandi er staðkvæmd milli fisk-
mjöls- og lýsis annars vegar og mjöls
og lýsis sem unnið er úr jurtum hins
vegar. Sojabaunir, maís og aðrar
jurtir eru uppistaðan í skepnufóðri
víðsvegar umheim. Heimsfram-
leiðslan á mjöli framleiddu úr jurt-
um var um 133 milljónir tonna, þ.a.
var sojamjölið tæplega 70 milljónir
tonna árið 1991. Það sem greinir á
milli fisk- og jurtamjöls er m.a. mis-
munandi próteininnihald. T.d. er
innihaldið í sojamjöli 44—46%, auk
þess sem fiskmjölið inniheldur ýmis
aukaefni sem örva vöxt fóðurdýra,
sem útskýrir, a.m.k. að hluta, hvers
vegna markaðsverð á hverja prót-
eineiningu fiskmjöls er mun hærra
en jurtamjöls.
Rannsóknir um staðkvæmd milli
fiskmjöls og sojamjöls á markaði í
Bandaríkjunum sýna að verð á fisk-
mjöli er ákvarðað að miklu leyti af
verði sojamjöls.2’ Á grundvelli þess-
arar rannsóknar má ætla að svipað
eigi sér stað í Evrópu og álykta að
ákveðið verðhlutfall sé til staðar
milli fiskmjöls og sojamjöls sem leiði
af sér jafnvægi milli markaða. Það
IceMac
fiskvinnsluvélar hf.
Eini söluaðilinn með notaðar fiskvinnsluvélar
IceMac fiskvinnsluvélar hf. er
eina fyrirtækið á íslandi sem versl-
ar með notaðar fiskvinnsluvélar.
Fyrirtækið var stofnað í nóv-
ember 1991 undir nafninu Sölu-
þjónusta atvinnuveganna. í sept-
ember ári síðar var fyrirtækið end-
urskipulagt, nafni þess breytt í
IceMac fiskvinnsluvélar og jjað
gert að hlutafélagi.
Markmið fyrirtækisins er að
bjóða sjávarútvegsfyrirtækjum
notaðar vélar, varahluti og annan
búnað á hagstæðu verði. Auk þess
að kaupa og selja tekur IceMac vél-
ar og búnað í umboðssölu fyrir
fyrirtæki og einstaklinga.
IceMac hefur yfir 1.500 fer-
metra sýningarsal í Faxaskála 2.
Þar er til sýnis og sölu úrval not-
aðra véla og tækja til fiskvinnslu.
Nýverið tóku IceMac fisk-
vinnsluvélar hf. að sér umboð fyrir
Cretel-roðvélar, Stava-flokkara og
saltdreifibúnað. Þessar vélar verða
kynntar á Sjávarútvegssýningunni
í Laugardalshöll.
43