Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Blaðsíða 29
VÍKINGUR
Halldór Árnason, framkvæmdastjóri Borgeyjar:
SPURNING HVAÐ MENN
EIGA AÐ SJÁ FYRIR
SIGURJÓN MAGNÚS EGILSSON
„Borgey sameinaðist útgerðarfyr-
irtækinu Samstöðu 1. janúar 1992.
Þá gerði fyrirtækið út tvo togara og
tvo báta og átti einnig hlut í útgerð-
arfyrirtækinu Hrísey, sem gerir út
bátinn Hrísey.
Borgey var dótturfyrirtæki Kaup-
félagsins. Það var ákveðið að Borgey
tæki yfir allan rekstur Kaupfélagsins
á sviði sjávarútvegs. Sú skipun
komst á 1. júní 1992.“
Á þeim tíma, sem er liðinn frá því
Borgey tók yfir allan þennan rekst-
ur, hefur gengið afar illa og það má
nánast fullyrða að allt það fé, sem
var lagt til fyrirtækisins, sé glatað,
ekki rétt?
„Borgey var hleypt af stokkunum
sem mjög skuldsettu fyrirtæki. Allar
ytri aðstæður hafa verið mjög óhag-
stæðar þennan tíma, ekki síst fyrir
jafnskuldsett fyrirtæki og Borgey.
Það varð niðurstaða stjórnarinnar í
lok maí að biðja um greiðslustöðvun
til að freista þess að endurskipu-
leggja rekstur og Ijárhag fyrirtækis-
ins. Greiðslustöðvunin hefur verið
framlengd til 15. september. Þeirri
vinnu, sem við höfum verið í, er að
ljúka núna. Við ætlum að fara út í
miklar aðgerðir, fimmþættar að-
gerðir, til að koma rekstrinum á
traustan grundvöll."
Eignasala, nauðarsamningar,
skuldbreytingar og aukið hlutafé
„I fyrsta lagi ætlum við að selja
verulegar eignir, bæði skip og fast-
eignir á landi. Við munum leita
nauðasamninga við kröfuhafa og
niðurfellingu skulda, því fyrirtækið
ræður ekki við skuldirnar sem á því
hvfla.
Þriðji þátturinn er sá að við mun-
um leita eftir skuldbreytingum á
þeim skuldum sem eftir verða, það
er þung greiðslubyrði á fyrirtækinu.
I fjórða lagi erum við að endur-
skipuleggja reksturinn. Bókhaldið
sýnir að þar hefur náðst töluverður
árangur. I fimmta lagi munum við
leitast við að fá inn nýtt hlutafé.
Þú ert að tala um verulegar breyt-
ingar. Nauðasamninga og skuld-
breytingar, verulega eignasölu og
nýtt hlutafé. Þetta þýðir meðal ann-
ars, ef þetta gengur allt upp, að
Borgey verði mun minna fyrirtæki
eftir aðgerðirnar.
„Já, við ætlum að draga okkur svo
til alveg út úr útgerðinni. Við verð-
um að eiga skip til að geta átt kvóta
og því munum við ekki selja öll skip-
in.“
Þið eruð þegar með tvö skip til
sölu. Hafa heimamenn eða aðilar ut-
an Hafnar sýnt áhuga á kaupum?
„Jú, það er unnið að sölu á skipun-
um og það eru menn utan héraðs
sem við höfum verið að ræða við. Ég
get ekki sagt hverjir þeir aðilar eru.“
Hvað fylgir mikill kvóti þessum
tveimur skipum?
„Það fer eftir því hvernig við selj-
um þau. Stokksnesið ætlum við að
selja með þeim kvótum sem á því
eru, en það eru rúmlega 1.400 tonna
Halldór Árnason sefíist vera vongóður um að takast megi að bjarga Borgey frá gjaldroti, cn fyrirsjáanlegt,
ef það tekst, að fyrirtækið mun þurfa að draga saman seglin.
29