Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Page 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Page 38
VÍKINGUR Sjávarútvegssýningin í Laugardal: ÆTLA KALLARNIR AÐ FARA Á SÝNINGUNAÍ HVAÐ ERU ÞEIR AÐ FISKA OG HVERNIG LIGGUR Á ÞEIM? MAÐUR FORPOKAST EKKIEINS MIKIÐ segir Snorri Snorrason á Baldri EA Snorri Snorrason, skipstjóri og út- gerðarmaður á Dalvík, var raunar í landi þegar blaðið náði tali af hon- um. Baldur EA var hins vegar úti á sjó að eltast við rækju. „Ég held þeir hafi haldið sig mest í Kantinum hér fyrir norðan, en það er búið að vera heldur rólegt að undanförnu eins og oftast er á rækjunni um þetta leyti.“ Snorri segist yfirleitt sækja sjávar- útvegssýningar hér innanlands ef hann hafi tíma til þess.„ Ég fór ekki síðast og veit ekki hvort ég get farið núna, en það hafa allir eitthvað út úr því að skoða þessar sýningar. Þær eru besta leiðin til að fylgjast með því sem er að gerast og skoða tækninýj- ungarnar. Maður forpokast ekki eins mikið ef maður reynir að fylgj- ast með. Mig hefur líka oft langað á sýningar í útlöndum, en það er dýrt og tímafrekt að sækja þær og við sem stundum sjóinn ráðum lítið yfir tím- anum okkar,“ sagði Snorri Snorra- son. KAUPIEKKIMIKIÐ AF TÆKJUM NÚNA segir Asgeir Guðbjartsson á Guðbjörgu ÍS „Það er alltaf gaman að sjá þessar sýningar,“ sagði Ásgeir Guðbjarts- son, skipstjóri á Guðbjörgu ÍS, þegar blaðið náði tali af honum þar sem hann var á veiðum í Kolluáln- um. „Ég veit þó ekki hvort ég fer á sýninguna að þessu sinni. Maður kaupir ekki mikið af tækjum meðan ástandið er eins og það er, má teljast góður að eiga fyrir olíu og veiðar- færum. Þetta er hrikalegt. Við vor- um að koma hingað af Hampiðju- torginu þar sem við vorum tvo sólar- hringa að fylla einn gám. Maður kaupir ekki mikið af tækjum á með- an,“ segir Ásgeir Guðbjartsson og enginn efast um að hann hefur oft verið fljótari að fylla einn gám af fiski. SYNINGARNAR KOMAAÐGAGNI segir Guðmundur Hermannsson á Sæþóri EA Guðmundur Hermannsson, skip- stjóri á rækjubátnum Sæþóri EA frá Árskógsströnd, var að skarka á Rifs- banka norðaustur af Þistilfirði þegar við náðum sambandi við hann í farsímann.Hann sagðist hafa farið tvívegis á sjávarútvegssýningar. „Þar er margt að sjá og ekki allt jafn- spennandi því auðvitað er reynt að höfða tii sem flestra. En ég hef haft gagn af þessum sýningum, það er engin spurning. Það er svo ör þróun í tækninýjungum fyrir skip að það er nauðsynlegt fyrir sjómenn að fylgj- ast vel með. Ég reyni að komast núna ef ég get.“ Þeir á Sæþóri hafa verið á rækju í sumar og lagt upp á Dalvík. „Þetta hefur verið allt í lagi fram til þessa, en núna er þetta hálfgerður ræfill. En það eru ekki alltaf jólin og kannski eins gott,“ sagði Guðmund- ur Hermannsson. 38

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.