Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Síða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Síða 42
VÍKINGUR Fiskmarkaðurínn BENEDIKT VALSSON Afurða- og hráefnisverð bræðslufisks1> Það er fátt sem gleður þá sem eiga hagsmuna að gæta í sjávar- útvegi um þessar mundir. Þó er ein áberandi undantekning, en það er útlit fyrir góða loð- nuvertíð. Bráðabirgðakvóti fyrir loðnu á vertíðinni 1993/1994 hljóðar upp á 900 þúsund tonn, þó er reikn- að með að endanlegur kvóti gæti legið á bilinu 1.300 og 1.400 þúsund tonn. Þessi kvóti, eins og flestum er kunnugt um, skiptist milli íslend- inga (78%), Norðmanna (11%) og Grænlendinga (11%), samkvæmt samningi milli þessara þjóða. Þrátt fyrir góðar horfur um loðnuafla bggur ekki fyrir hve verð- mætið, sem skiptir meira máli en tonnafjöldinn, verður mikið og þar Heimild: Oil World. kemur til skjalanna óvissa um af- urðaverð, þ.e. verð á loðnumjöli og -lýsi. Annar þáttur sem skiptir miklu máli um þau verðmæti sem verða til úr loðnu er nýting hennar í bræðslu, m.ö.o. hve hátt hlutfall af þurrefni (mjöl) og fítu (lýsi) fellur til í fram- leiðslunni. Reynslan sýnir að heild- arnýting loðnunnar í umræddar af- urðir er rnest á sumrin og haustin, þegar hún er hvað feitust, en minnk- ar aftur á móti þegar líða tekur á vetur. I þessu ljósi skiptir það tölu- verðu máli á hvaða árstíma loðnan veiðist. A síðasta áratug var hlutdeild verðmætis í árlegri útflutningsfram- leiðslu mjöls og lýsis í sjávarafurðum á bilinu 3% til 14%, sem gefur um leið til kynna þær miklu sveiflur sem greinin býr við. Ef að líkum lætur verður þessi hlutdeild um 11% á þessu ári og því næsta. Áætlað verð- mæti afurða á yfírstandandi loðnu- vertíð, m.v. að íslendingar veiði um 85% af 1.300 þúsund tonnum og miðað við markaðsverð loðnumjöls og -lýsis í ágúst 1993, er milli 8 og 9 milljarðar króna. Sérhvert prósentustig í fráviki frá ríkjandi markaðsverði þýðir breytingu upp á 80—90 milljónir króna í útflutnings- verðmæti Islendinga. Með hliðsjón af þessu er vert að átta sig betur á þeim þáttum sem einna líklegast hafa áhrif á verðmyndun loðnu- mjöls og -lýsis. I þessu sambandi verður einkum drepið á framboð á fiskmjöli og -lýsi á heimsmarkaði og jurtamjöli og -lýsi, sem er í beinni samkeppni við bræðsluafurðir físks. Að lokum er fjallað um samhengi milli verðs á loðnu til bræðslu og afurðaverðs. Afli og framleiðsla Árið 1991 var um 30 milljónum tonna af fiski ráðstafað í bræðslu eða um þriðjungi af heimsafla sama árs. Uppistaða hráefnis í þessari fram- leiðslu eru fjórar tegundir uppsjáv- arfiska, þ.e. ansjósa, sardína, hestamakríll og loðna. Fiskmjölið er aðallega notað í skepnufóður (kjúkl- ingar og svín), enda er um að ræða afar próteinríka fæðu. Einnig er umtalsvertmagn af fískmjöli notað sem fóður í fiskeldi. Fisklýsið er aft- ur á móti notað fyrst og fremst til frekari úrvinnslu í fjölbreyttum efna- og matvælaiðnaði. Helstu framleiðsluþjóðir fisk- mjöls og -lýsis sem selja að mestu leyti framleiðsluna á heimamarkaði eru Japan, Rússland, Bandaríkin, Suður-Afríka og Kína. Aðrar mikil- vægar framleiðsluþjóðir sem eru að miklu eða mestu leyti háðar útflutn- ingsmörkuðum eru Perú, Chile, Danmörk, Noregur og Island. Áður en lengra er haldið er nauð- 42
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.