Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 97
5. mynd. Gígbannur í vestanverðum Gigöldum. Kreppu-
tunguhraun hafa runniðfrá slíkum gosmalargígum þar sem
ekkert gjall er að finna heldur aðeins gosmöl og svo
helluhraun. — A crater rim in western Gigöldur consisting
of tephra rims and pahoehoe lavas without any scoria or
volcanic slag. Mynd/photo Guttormur Sigbjarnarson.
þar sem yngri hraun hafa
víða runnið ofan á þau og
þau eru ennfremur víða
þakin jökulvatnaseti og
foksandi, en ekki er fjarri
lagi að áætla að sá hluti
þeirra sem runnið hefur til
austurs hafi þakið á milli
300-400 km2, sennilega
um 360-370 km2. Kreppu-
tunguhraunin hafa einnig
runnið til vesturs frá Gíg-
öldum en hverfa þar fljót-
lega undir yngri hraun frá
Dyngjufjöllum og Trölla-
dyngjusvæðinu (2. mynd).
Miðað við gígana í vestan-
verðum Gígöldum og ein-
kenni hraunanna frá þeim
er harla ósennilegt að þau
hafi staðnæmst þar, heldur
er það órökstudd tilgáta að
þau myndi elstu og lengstu
Bárðardalshraunin, enda er
greið leið fyrir hraun-
rennsli þangað og þau eru
auk þess stórdílótt.
Til austurs hafa Kreppu-
tunguhraunin runnið neðst
niður í Krepputungu á móts
við Herðubreið þar sem sjá má tvö hraun-
lög, annað ofan á hinu. Þau eru þar einnig í
vesturbakka Jökulsár en hverfa þar undir
Flötudyngjuhraun (2. mynd) svo að út-
breiðsla þeirra verður ekki rakin lengra.
Fjöldi þeirra er einnig óþekktur en
Krepputunguhraunin gætu verið allt að 6
að tölu. Þó er mjög erfitt að átta sig á því
þar sem hamfarahlaupin í Jökulsá hafa
umturnað yfirborði þeirra svo að einstakir
hraunstraumar verða ekki raktir. Ekki er
hægt að fullyrða að gosin hafi verið jafn-
mörg þar eð hraunin geta hafa runnið fram
á sig sjálf, sem er þó heldur ósennilegt.
Óvíða er hægt að finna hraunlagamót,
nema á nokkrum stöðuin við farveg Jökuls-
ár. Þar hefur aðeins á tveim stöðum tekist
að finna vatnsnúin millilög á milli þeirra,
svo að líklegt er að öll hafi þessi hraun
runnið með tiltölulega skömmu millibili.
Krepputunguhraun eru dæmigerð hellu-
hraun, oftast 10-20 m á þykkt þar sem séð
verður, og virðist hún nokkuð regluleg.
Þau eru yfirleitt mjög þétt í sér. Þau eru
mjög reglulega stuðluð, svo að oft mynd-
ast fagrar stuðlarósir þar sem jökulhlaupin
hafa rifið upp hraunjaðrana (6. ntynd).
■ DYNGJUFjALLAHRAUN
Dyngjufjallahraun eru ýinist runnin frá
megineldstöðinni sjálfri eða sprungurein-
inni í gegnum hana. Þau þekja mjög
víðáttumikil svæði í Öskju og Dyngju-
fjöllum og allt umhverfis þau. Suður- og
suðvesturhlíðar þeirra eru þaktar hraunum.
Þar má finna a.m.k. níu aðskildar gos-
sprungur og Ileiri liggja skammt norðan
kortlagða svæðisins (Guttormur Sig-
205