Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 11

Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 11
LÍFIÐ 1 DJtTPUM HAFSINS 57 Það er algeng skoðun, en sennilega á misskilningi byggð, að dauð- um lífverum „rigni“ niður á hafsbotn. Skepna, sem er orðin viðstöðu- lítil eða veik af elli eða sjúkdómi, verður brátt sterkari kvikindum að bráð. Þess vegna sekkur vart annað lífrænt efni til botns en saur dýranna. Hann mun ekki vera mikils virði sem skepnufæða, en ork- an, sem eftir er í honum. er undirstaða ríkulegrar gerlastarfsemi. Prófessor Claude E. ZoBell, frá Scrippsstofnuninni í Kaliforníu, tók þátt í leiðangrinum, meðan starfað var að rannsóknum í Bandadjúpi og djúpálunum við Filippseyjar og Sundaeyjar. Þarna tókst honum að rækta ýmiss konar gerla úr botnleðjunni. Gerla þessa nefnir hann barofil — þrýstingssækna — vegna þess, að þvi aðeins auka þeir kyn sitt, að þeir séu ræktaðir við sama þrýsting og rikir við botninn. ZoBell greindi frá fyrstu ræktuninni sama daginn og við toguðum i fyrsta skipti í Filipseyjaálnum. Þetta gerði okkur kleift að skilja strax á hverju þau lifa, sæbjúgun og samlokurnar, sem við hrepptum í vörpuna. Þessi kvikindi éta botnleðjuna, og gerlarnir, sem þar þríf- ast, eru fæða þeirra. Harla drjúg orka er fólgin í rekavið, trjágreinum, blöðum og ávöxt- um, eins og t. d. kókoshnetum, sem skolast til sjávar með ám og fall- straumum frá mangrófufenjum. Allt lendir þetta að lokum á hafs- botni, og slíkar plöntuleifar fundust jafnvel í Filippseyjaálnum. Alls staðar, þar sem mikið var um plöntuleifar á botni, fengum við ágæt- an afla. Af þessum athugunum má draga þýðingarmikla ályktun: Dýra- mergðin í hafdjúpinu er nátengd ástandi yfirborðslaganna. En þetta ástand og straumar, sem flytja plöntuleifar frá landi, ákvarða grósku plöntulífsins. Steeman Nielsen varð þess áskynja, að jafnvel tær sjór með sára litlu þörungamagni framleiðir samt dálitla fæðu, og er þar með sann- að, að gróðurlaus svæði finnast ekki í hafinu. Um botninn má segja það sama. Hvar sem við gerðum veiðitilraunir, fengum við alltaf ein- hver dýr, jafnvel þótt veiðitækið væri ekki annað en botngreip, sem ekki nær yfir meira en einn fimmta hluta úr fermetra. 1 botnleðj- unni fundum við dýr, þegar búið var að sía hana. Fjölmörg dæmi mætti nefna um sambandið milli yfirborðslaga og djúpsjávarlaga. Það er aðallega fólgið í því, að botndýr leita nær yfir- borði meðan á hrygningu stendur. Álar, eins og t. d. Synaphobran- chus, eru dæmi um þetta. Þeir verða að seiðum, eins og venjulegir vatnaálar, á vissu skeiði þroskans. Þau köllum við „leptocephala“

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.