Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 23

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 23
UPPRUNI OG DREIFING ÍSL. FISKISTOFNA 69 Thomsens tek ég meðfylgjandi mynd, sem sýnir þessi svæði ágætlega. Hafinu kringum Island er skipt í svæði, eins og myndin ber með sér. Tölur fyrir ofan línu tákna fjölda rekflaskna, sem rekið hafa frá því tiltekna svæði og fundizt utan við íslenzka hafsvæðið. Tölur fyr- ir neðan línu tákna fjölda flaskna, sem endurheimzt hafa frá því svæði. Þá eru skástrikuð þau svæði, þar sem flestar flöskur hafa rek- 5. mynd. Hér er sýndur árangur rekflöskutilrauna við Island. Frá vissum svæðum rekur flestar flöskur burtu frá landinu. Þau svæði eru skástrikuð. Tölur fyrir ofan línu tákna fjölda flaskna, er fundizt hafa utan við íslenzka hafsvæðið. Tölur fyrir neðan línu er samanlagður fjöldi flaskna, sem endurfundust. (Ur (14)). ið burtu frá landinu. Myndin sýnir, að þessi svæði eru einkum út af Vestfjörðum og undan Austurlandi og Suðausturlandi. Hvert reka nú flöskurnar frá þessum svæðum? Helztu leiðir, sem þær fara, eru sýndar á korti, sem ég tek úr ritgerð okkar Unnsteins Stefánssonar, og er þar einkum miðað við flöskur, sem varpað var fyrir borð við landið norðanvert. Þessar rannsóknir okkar sýna, að frá landinu norðanverðu liggja straumar í allar áttir og berast rek- flöskumar til hinna fjarlægustu landa: til Noregs, Grænlands, Fær- eyja, Orkneyja, Shetlandseyja og Irlands, og jafnvel til Danmerkur og Frakklands. Á grundvelli nýrra rannsókna má teikna straumkort, sem skýrir alla aðaldrættina í hafstraumunum kringum Island (7.mynd). Kort

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.