Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 36

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 36
82 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1. Við Island voru merktar 11.860 síldar. 115 þeirra hafa endur- veiðzt við Island, en 81 við Noreg. 2. Við Noreg voru merktar 75.964 síldar. 403 þeirra hafa endur- veiðzt við Noreg, en 7 við ísland. 3. Endurheimturnar við Noreg fara sívaxandi, og gildir það jafnt um síld, sem merkt er við Noreg, og síld, sem merkt er við ísland. 4. Enda þótt 75.964 síldar hafi verið merktar við Noreg, en aðeins 11.860 síldar merktar við Island, hafa þó 115 síldar endurveiðzt við fsland úr íslenzku merkingunum, en aðeins 7 úr norsku merking- unum. 5. Fyrstu árin (1948 og 1949) endurveiðist við fsland talsvert af sild merktri við ísland (tafla 1), en aðeins ein þeirra sílda veiddist vorið 1949 við Noreg. Síðan koma tvö ár (1950 og 1951), þegar síld úr íslenzku merkingunum endurveiðist bæði við ísland og Noreg, og loks eitt ár (1952), þegar sama og ekkert veiðist við ísland af íslenzkmerktri síld, en mikið við Noreg. 6. Það er eftirtektarvert, að hlutfallslega endurveiðist talsvert meira við Noreg af íslenzkmerktri heldur en norskmerktri sild. A þessu hefur enn ekki fengizt nein fullnægjandi skýring. Þessar niðurstöður gefa einkum tilefni til spurningarinnar: Hvern- ig stendur á því, að svona fáar síldar úr norsku merkingunum hafa endurveiðzt við ísland? Endurheimtur við Island 1953: Endurheimtur við Noreg 1954 af ísl.merktri síld: Frá íslandi 1948 1 12 — — 1950 1 12 — — 1951 9 56 — — 1952 64 340 — — 1953 75 300 — Noregi 1949 1 — — 1950 1 — — 1952 1 — — 1953 1 — tJthafinu 1951 1 Alls 155 720 Endurheimtumar við Island af íslenzkmerktri sild hafa aukizt mjög sumarið 1953, en svo til eingöngu úr siðustu merkingunum. Endurheimtur við Island af norskmerktri síld eru sem fyrr mjög fáar og er mér ekki kunnugt um veiðistaði. Það, sem einkum vekur athygli, eru hinar gifurlegu endurheimtur af islenzkmerktri sild við Noreg, miðað við fyrri ár. 1 sambandi við niðurstöður greinarinnar ]>ykja mér það uggvænleg tíðindi, en vonandi er um nýjan vöxt i norðurlandsstofninum að ræða.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.