Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 39

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 39
UPPRUNI OG DREIFING ÍSL. FISKISTOFNA 83 Þessi blanda, sem við köllum norðurlandssíld, virðist geta haldizt næsta óbreytt nokkur ár í röð. Síðari árin (fram til sumarsins 1953) var í þessum stofni einkum mjög gömul síld, sennilega einkum af norskum uppruna, en þó einnig blönduð bæði vor- og sumargotssíld af íslenzkum stofni. Yoru eldri árgangar íslenzku síldarinnar mjög liðfáir þessi ár, eins og ég hef áður bent á. Á árunum 1937—1948 var miklu meira af íslenzkri síld í norðurlandsstofninum, og þá var hann svo sterkur, að veruleg veiði gat byggzt á honum. IV. Mér virðast merkingarnar gefa þýðingarmikla vísbendingu um það, hvemig skýra beri hið skyndilega fall í aflabrögðunum árin 1944 —1945. Mér virSist líklegast, áS á tímabilinu milli sumarsins 1944 og sumarsins 1945 hafi mikill hluti norSurlandsstofnsins komizt inn á hafsvæSi norsku síldarinnar í Noregshafi og ekki átt þaSan aftur- kvœmt, og aS enn séu skilyrSi slík, a. m. k. einstök ár, aS á þennan hátt tapist verulegt magn úr þessum stofni. Sildarmerkingamar geta gefið skýrt svar við spurningunni, sem þessi grein gefur tilefni til, þ. e. hvort íslenzk síld hverfur í veru- legu magni inn í norska stofninn og á ekki þaðan afturkvæmt. Merkja þarf undan Norðurlandi síld, sem örugglega er af íslenzkum uppruna og fylgjast síðan með því, hve mikið af henni kemur fram við Noreg. Vegna þess að norðurlandsstofninn er ekki fiskistofn í venjulegri merkingu þess orðs, t. d. hliðstæður eða samstofna norska stofninum eða þeim íslenzka, heldur sérstæð blanda, sem kann að breytast frá einu tímabili til annars, geta tveir náttúrufræðingar, sem ganga út frá tveim mismunandi tímabilum, komizt að gjörólíkum niðurstöð- um, og þó báðir haft mikið til sins máls. Ályktanir, sem dregnar verða af rannsóknum áranna 1937—1947, er sýna að norðurlands- stofninn var einkum af íslenzkum uppruna, virðast ósamrímanlegar ályktunum af athugunum, sem gerðar hafa verið eftir 1949, en þær benda til þess, að mikið af norðurlandssíldinni hafi verið af norskum uppruna, einkum árin 1949—1952. Eins og ég þegar hef bent á, gætu báðir aðilar haft mikið til síns máls, ef málið er skoðað í stærra samhengi. Á þessu stigi málsins er það jafnnauðsynlegt að ræða þessi þýðingarmiklu vandamál í fullri hreinskilni, eins og það er óráðlegt að rígskorða sig við ákveðnar tilgátur. Það er eflaust eitt þýðingarmesta verkefni rannsóknanna að fylgj-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.