Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 14

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 14
60 NÁTTÚRU F R Æ Ð 1N G U RIN N Leskeella tectorum (Funck ex Brid.) Hag. Jörundarfell, Vatnsdal, A.-Hún., á þurrum klettum, ágúst 1966, B. J. Er á lista mínum 1968, en hefur annars ekki verið getið héðan fyrr. Lophocolea bidentata (L.) Dum. Ekki getið héðan fyrr. Eintök séð frá nokkrum stöðum á Suður- lancli og Suðvesturlandi og úr jarðhita frá Reykjum í Hrútafirði, Reykhólum í Barðastrandarsýslu og Goðdal og Klúku í Bjarnar- firði í Strandasýslu. Þeir fundir, sem ég gat um 1961 sem L. cuspidata, virðast tilheyra þessari tegund. Marsupella ustulata (Hueb.) Spruce Bæjarfell við Krýsuvík, á móbergsstabba, ágúst 1965, B. J. Hefur ekki fundizt hér áður. Mnium blyttii B. S. G. Vaðlaheiði, milli þúfna í hallandi mólendi, 500 m, júní 1963, B. J. Rimar, Svarfaðardal, 500 m, júlí 1963, Helgi Hallgxímsson. Hefur ekki fundizt hér lyrr, en er á lista mínum 1968. Mnium rostratum Schrad. Búðir, Snæfellsnesi, á gólfi í hraunskúta, júlí 1963, B. J. Hefur ekki verið getið héðan fyrr, nema hvað hún er á lista mínnm 1968. [Mylia anomala (Hook.) Gray Hesselbo s. 417 sem Leptoscyphus anomalus (Hook.) Lindb. Þessi tegund er aðeins talin hafa fundizt hér einu sinni, af Helga Jóns- syni, og er hennar fyrst getið í grein Helga 1895 og var nafngreind af C. Jensen. Tegundin er tekin upp í Botany of Iceland, enda hafði Hesselbo séð eintökin, en full ástæða virðist til að ætla, að hann hafi um of treyst á nafngreiningar Jensens og tekið þær góðar og gildar án lrekari athugana. Eintök þessi eru til á Náttúrufræði- stofnun íslands og er hér um að ræða sambland tveggja tegunda, Nardia scalaris (Scrad.) Gray og Tritomaria quinquedenta (Huds.) Buch, sem vel geta skýrt mistök Jensens. Mylia anomala hefur J>ví ekki lundizt hér.]

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.