Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 78

Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 78
120 N ÁT T Ú R U F R Æ ÐIN G U RI N N hvít að innan og ber mest á hvíta litnum, því að hinir 5 krónuflipar eru stórir, út- sveigðir og þar að auki kögurhærðir. Ekki vita menn gerla, hvaða gagn kögrið eða flosið í blóminu gerir. Ef til vill varnar það sumum skordýrum inngöngu? Krónu- fliparnir eru fremur þykkir og kjötkennd- ir. Bikarinn er bjöllulaga. A sumum ein- staklingum eru blómin með stuttan stíl og langa fræfla, en á öðrum einstakling- um er stíllinn langur en fræflarnir stutt- ir. Styður þetta aðfrævun, en jurtin blómgast í júní—júlí og eru þá skordýr öll komin á kreik. Aldinið er hýði, fræ- in ljósbrún. Þau geta lengi flotið og dreif- ast að verulegu leyti með vatni. Reiðingsgras verður stórvaxnast og þroskalegast í vatni og myndar þar oft Reiðingsgras. stórar flækjur, t. d. í tjarnajöðrum. Eru hvítblómgaðar bryddingarnar einkar fagr- ar. Loftgöng eru í jarðstönglunum, svo að þeir eru léttir og fljóta vel á vatninu og loft kemst niður í ræt- urnar. A allstórum bletti geta öl 1 reiðingsgrös verið komin út af einni móðurjurt. Innan um mýrakólfaflækjurnar vaxa víða starir, mosar o. fl. jurtir og getur allur þessi gróður smám saman fyllt tjarnirnar. Varasamt er að stíga út á slíkar vatnajurtabendur, jrær láta undan fæti. Ekki virðist íé gráðugt í reiðingsgras, en bítur þó í blöðkuna, ef lítið annað er að fá. E. t. v. bendir horblöðkunafnið til þess að þetta þótti léleg beitarjurt. Geitur kváðu aftur á móti vera sólgnar í horblöðku og hún er kölluð hafrablaðka (bukkeblad) í Danmörku og víðar á Norðurlöndum. Hreindýr eru gráðug í hor- blöðkuna, segja Norðmenn. Á vorin, þegar liart er í ári, grafa þau jafnvel upp mýrakólfana og eta. Blöðin (horblöðkurnar) lialdast og lengi græn í bleytu og vatni. Mýrakólfarnir voru fyrrum þurrk- aðir, malaðir og blandað í mjöl í hallærum í N.-Svíþjóð. Reiðings- gras er forn og fræg lœkningajurt. Grasafræðingurinn og læknirinn Linné notaði hana gegn gigt. Hún er og talin hafa ljlóðhreinsandi og magastyrkjandi áhrif og örva matarlyst. Jurtin er auðug af beisk-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.