Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 82
124
NÁTTÚ RU FRÆÐINGURINN
og geta geymzt allt árið. Það verður að mala þau vel og gengur
það greiðlegast ef þau eru þurrkuð fyrst. Stundum eru þau steytt
sundur eftir að hafa verið soðin í vatni. Þá verða þau sæt á bragðið.
Matur, sem úr þeim er gerður, er einnig sætur, og þótt þessi rauðu
korn séu dálítið barkandi, eru þau samt hollur og góður matur.
Brauð úr þeim er dökkt á litinn, en það þarf að blanda það méli,
svo að það tolli saman.“
Þannig hljóðar frásögn Eggerts og Bjarna, en þeir ferðuðust um
Island á árunum 1752—1757, eða fyrir rúmum tveimur öldum. —
Kornsúran er harðgerð jurt og ekki er hún vönd að jarðvegi.
Hún vex nær alls staðar um land allt í flestum eða öllum gróður-
lendum. I Jötunheimum í Noregi er hún fundin í 2280 m hæð
yíir sjó. (Hve hátt yfir sjó hafið þið fundið hana hér á landi?) Korn-
súran vex mjög víða í norðlægum löndum bæði austan hafs og
vestan, t. d. algeng á Grænlandi. Hún vex í fjöllum Mið- og Suður-
Evrópu og í Kákasus og víða í fjöllum Asíu og Norður-Ameríku.
Ingimar Óskarsson:
r
Rætt um fund tveggja skeldýrategunda við Island
Á síðastliðnum 30 árum hefur 2f tegund bætzt í hóp íslenzkra
sæskeldýra. Mér vitanlega hafði engra af þessum tegundum verið
getið héðan áður. Nú hafa enn tvær tegundir komið fram á sjónar-
sviðið, en þær eru Patella vulgata, mararhetta og Lucinoma (Luc-
ina) borealis, kringluskel. Fyrrnefndrar tegundar er getið án
númers og henni lýst í Skeldýrafánu íslands 11, sem kom út 1962,
án fullyrðingar um tilveru hennar í íslenzkum sjó. í bók þessari
segir svo um mararhettuna:
„Tvö fullkomin eintök rnerkt ísland, og nokkur dauð eintök af
tegundinni eru til á dýrasafninu í Kaupmannahöfn. En þar sem
síðari tíma rannsóknir hafa ekki Jeitt í ljós, að tegundin lifi hér
við land verður eins og stendur að telja mararhettuna vafasama
sem íslenzkt skeldýr."