Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1969, Síða 85

Náttúrufræðingurinn - 1969, Síða 85
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 127 á víðirunnana. Eftir frostnætur tekur að bera mikið á hinum rauðu fitum, en í votviðrum öllu meira á fölgulum og brúnum. Hvernig stendur á öllum þessunr litbrigðum? Haustlitir eiga rót sína að rekja til efnafræðilegra orsaka. Á sumr- in hylur blaðgrænan hina gulu karótínliti blaðanna. Þegar hitinn lækkar á haustin, hverfur blaðgrænuliturinn og gulu litirnir koma í ljós. Þessi litaskipti stuðla að því að spara köfnunarefni plantn- anna, það færist inn í stofn og greinar fyrir lauffallið og geymist til vorsins. En mörg blöð fá (auk gulu litanna) rauðan eða rauð- fjólubláan blæ. Þetta orsaka litarefni í frumusafanum. Það eru sams konar litarefni og finnast í rauðum og bláum blómum og rauðblöðuðum afbrigðum sumra trjáa, t. d. blóð-beykis o. fl. Stór, alrauð blóðbeykitré vaxa t. d. í Danmörku, og setja mjög sérkenni- legan svip á margan garðinn. Tré eða runnar með fagra haustliti eru mikil garðaprýði. Auk áðurnefndra tegunda, bera t. d. sumar tegundir clvergmispils (Cotoneaster) fagurrautt haustlauf. Rauðu reyniberin eru alkunn. Úti á víðavangi sjást furðulega fjölbreyttir litir. Hvítir fífuskúfar í mýrum fara vel við rautt brokið. Á gráurn melum skarta hvít svifhár holtasóleyjarinnar rétt við móleit holtin, rauðar lynglautir og blágráar ár og læki. Á túnum skiptast á grænir og gráir blettir og sums staðar dökk- grænar hafraskákir. Þetta eru aðeins nokkur dæmi, litbrigðin eru óendanlega margvísleg. Lítið út í garðana, eða á móana, hraunin og fjallahlíðarnar, „þúsundlita skóginn" og reynið, hve marga liti þið getið greint. Duglegir kennarar ættu að fara með hópinn sinn út fyrir skólann og vekja athygli nemenda á fegurð og fjölbreytni haustlitanna. Skyldi það ekki vera á við heimsókn á æði góða mál- verkasýningu? „Haustlita-sinfóníu" Reykjanesskagans er við brugð- ið. Sums staðar loga líka heilar fjallshlíðar í litaskrúði haustsins. Sérhver árstíð hefur sína fegurð til að bera. Lítum betur á litina og orsakir þeirra. Allir kannast við hinn græna lit blaðgrænunnar, sem er undirstaða lífsins á jörðunni. En í frumum jurta, trjáa og runna eru einnig gulir, appelsínugulir og rauðir litir mjög algengir, en oft huldir af blaðgrænunni þangað til á haustin. Guln haustlitirnir, sem koma í ljós fyrir lauffallið, eru karotínlitir, sams konar og þeir, sem gera gulrætur gulrauðar. Hinn rauði litur deyjandi blaða er af öðrum rótum runninn. Við starfsemi blaðgrænukornanna myndast sykur í blöðunum og berst
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.