Samvinnan - 01.03.1928, Qupperneq 40
Minning* Eggerts Ólaf ssonar.
Sá er siður í landi hverju og eigi síst hér, að minn-
ast látinna stórmenna með hátíðahöldum. En ef spurt er
í hvaða tilgangi þetta sé gjört, vefst mörgum tunga um
tönn. 1 þessu efni mun það sannast, að þorri manna gjöri
sér ekki grein fyrir neinum tilgangi. Óx*ækt vitni þessa
er það andlausa ræðuskvaldur, sem almenningi er oft
boðið 17. júní. En menn vita, að „svona á það að vera“.
Hugsunarlaust bei'ast menn eftir hljóðfalli tískunnar. Sú
tilfinning er almenningi innrætt, að tala beri vel um dána
menn. Svo kemst það inn í þjóðarmeðvitund, og oft með
réttu, að sumir menn hafi unnið fyrir góðu umtali um
alla eilífð. Endur og eins varðveitist minning um eitt-
hvað einkennilegt og æfitýralegt í fari manns, og jafnvel
þótt tilhæfulaust sé. fslensk alþýða hefir gjört marga á-
gætismenn fyxri alda að galdramönnum, til þess að
gleyma þeim ekki. Hins gætir of lítið, að leitast sé við að
skilja eðlisfar mannsins, starf hans og stefnu. Fáir hirða
að vega klettana, sem hann ruddi úr götunni.
Frægðinni svipar löngum til kvöldroðans á himnin-
um, þegar sólin er gengin til viðar og mennimir hafa
gleymt skýjunum, sem hún rofaði um hádegið.
Það er lítilsvex*t að skreyta fúin bein blómum, ef þeir,
sem það gjöra, vita eigi til hvers þau bein voru borin
meðan í þeim var mergur og blóð. Miklum mönnum sýnir
þjóðin verðskuldaða virðingu með því einu að reyna að
skilja þá, gera sér grein fyrir hugsjónum þeirra, taka
þátt í baráttu þeirra og umfram alt að h a 1 d a s t a r f i
þeirra áfram.