Samvinnan - 01.03.1928, Page 57

Samvinnan - 01.03.1928, Page 57
SAMVINNAN 51 "'Æ inu svefnherbergi. Risið er mjög hátt og loftið notast engu síður í þeim íbúðum, er snúa hlið en ekki gafli fram að götu. Kostirnir við slíka sambyggingu eru auðvitað margir. Húsin verða ódýrari, þegar þau eru bygð þannig stafn við stafn, mörg saman, og öll, ef svo má segja, steypt í sama móti. Auk þess eru íbúðirnar vitanlega hlýrri, þegar smáhúsin eru áföst og ekki dreifð. Þetta sá bankastjómin, og þetta fordæmi vildi hún gefa öðrum, er byggja vildu. Gátu þar komið til greina byggingar, er bæjarfélög reistu, eða byggingar atvinnurekenda handa verkafólki sínu, og að síðustu félags- eða samvinnubygg- ingar. En því miður hefir þessi ágæta fyrirmynd ekki verið notuð af neinum. Nokkrir ágallar virðast vera á fyrirkomulagi þessara bygginga og þarf síst að undrast það, þar sem um frum- smíð var að ræða. Húsin eru tiltölulega erfið, þegar bygð eru á þrem hæðum. Risið er nokkuð hátt, en notast ekki að því skapi vel, því að ónothæft rúm verður út við sperrukverkarnar. Að síðustu kemur sá ágallinn sem erf- iðast er við að gera á smáhýsum hér á landi: kjallarinn verður hlutfallslega alt of dýr. Vegna frostanna þarf kjall- ara undir flestum húsum, þar sem t. d. í Englandi og Danmörku má byggja smáhús á tiltölulega mjög ódýrum grunnmúr. Þegar búið er á annað borð að gera kjall- arann vandaðan, vill fólk nota hann sem mest, eins og von er til. Verður það stundum til þess, að eldhúsið er sett í kjallarann, en það er einmitt það, sem síst ætti að gera. Á þann hátt er eitt af lélegri herbergjum heimilisins ætl- að fyrir mestu inniverkin. Svo varð og í bankahúsunum, að sumir af hinum nýju eigendum fluttu eldhúsið af aðal- hæð í kjallara, til að nota rúmið þar út í æsar. Sennilega væri hinn mesti hagur að fylgja í bæjunum aðalhugmynd Guðjóns Samúelssonar um sambygð smá- hús, með þeim tveim breytingum, að freista að komast af með miklu ódýrari kjallara, en hafa hinsvegar port nokkurt á húsinu, og risið jafnframt lægra. Með þeim hætti myndi loftrúmið verða að miklu meira gagni og 4*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.