Samvinnan - 01.03.1928, Page 66
Frá danskri samvinnu
Þau lönd, er samvinnustefnan hefir þróast best í,
eru England og Danmörk. Eins og kunnugt er, hóf hin
eiginlega samvinnuhreyfing — Rochdalestefnan — göngu
sína árið 1844 í smábænum Rochdale á Englandi. Raunar
voru áður gerðar tilraunir í þá átt að stofna samvinnufé-
lög, en þær mistókust allajafna, uns hinir alsnauðu en
ötulu vefarar í Rochdale hófu starfsemi sína og urðu
þannig til að lyfta fátækum og hungruðum öreigalýð
Englands upp á þá braut, er lá og liggur til sjálfstæðis
og velmegunar.
Einna best sönnun fyrir því, að samvinnustefnan —
þótt hún sé upprunnin í borgum — getur líka hjálpað
öðrum en bæjamönnum, er samvinnan í Danmörku. Dan-
mörk er eitt mesta samvinnulandið í Evrópu. Þó félögin
í Englandi hafi meira fjármagn og hærri tölur, er þess
að gæta, að í Englandi eru kaupfélög eldri og í meira
þéttbýli. En í Danmörku eru kaupfélög og samvinnufé-
lög um land alt: Kaupfélög, mjólkurbú og sláturhús út
í sveitunum. í Danmörku er samvinnuandi runninn bænd-
unum í merg og bein. Úti á landsbygðinni eru kaupfélög-
in stærstu verslanimar.
1 síðastliðnum maímánuði fór eg til Danmerkur að
kynna mér kaupfélögin dönsku og stárfsemi þeirra, og
taka þátt í afgreiðslu og öðrum daglegum störfum.
Þetta tókst, og þar sem eg veit, að áhugasama samvinnu-
menn langar til að fá að vita um daglega starfsemi í kaup-
félögum hjá nágrannaþjóðum, vil eg segja lítið eitt frá
því, er fyrir augu og eyru bar. Eg hafði meðmælabréf