Samvinnan - 01.03.1928, Blaðsíða 95
SAMVINNAN
Alþingis ætti helst enginn hugsandi sveitamaður, karl eða
kona, að kjósa á þing aðra menn en þá, sem skilyrðis-
laust eru ákveðnir Framsóknarmenn. Og á þann hátt
stuðla sveitamenn best til þess, að nauðsynjamálum
þeirra verði haganlega borgið í næstu framtíð. Með því,
og eingöngu með því, leggja þeir sitt lóð á metaskálina,
til viðreisnar bjargræðisvegi sínum og heillavænlegri
framtíð bæði fyrir aldna og óboma á landi hér.
Þegar jarðrækt vex og sveitimar verða þéttbýlli,
þyrfti félagslíf í sveitunum nauðsynlega að aukast. Þar
sem ungmennafélagsskapurinn er þegar kominn, má
segja að nokkum veginn sé séð fyrir þessu mikils-
verða atriði. En talsvert skortir á, að sá góði og gagnlegi
félagsskapur hafi enn náð þeirri útbreiðslu, sem æskilegt
væri.
Með félagsskap og samheldni má oft leysa úr ýmsum
þeim verkefnum, sem ella eru óframkvæmanleg. Auk
þess vekur allur góður félagsskapur samúð og drenglyndi.
Hann örvar menn til framtaks og dáða; hann vekur yfir-
leitt til lífsins göfugar og fagrar hugsjónir, sem án hans
mundu annaðhvort lítið eða máske alls ekki gera vart við
sig. Með félagsskap, samtökum og samvinnu verður flestu
góðu til vegar komið. Á því byggist vonin um blómgun
sveitanna í framtíðinni. En við viðreisn þeirra eru tengd-
ir margir björtustu framtíðardraumar þjóðrækinna
manna. Svo kveður skáldið:
„Þá mun sá guð, sem veitti frægð til forna,
fósturjörð vora reisa endurboma;
þá munu bætast harmatár þess horfna, —
hugsjónir rætast, þá mun aftur morgna“. —
Jóhannes Ólafsson,
frá Svínhóli.