Samvinnan - 01.03.1928, Side 99
S A M YINNAN
93
1—75. Einn stíll á viku. Yngri d e i 1 d: Geirsbók, byrjað
á bls.59 og’ lesin til enda, og síðan endurlesin frá bls. 30.
Ennfremur The Story of Burnt Nial, fyrstu 30 bls. Einn
stíll á viku.
Þýska: Lesin öll bók Jóns Ófeigssonar.
Reikningur. E 1 d r i d e i 1 d: Öll bók dr. Ólafs Daníels-
sonar lesin og endurlesin. Ennfremur álagsreikningur.
Yngri deild: Bók dr. ólafs Daníelssonar aftur að
jöfnum.
Bókfærsla. E 1 d r i d e i 1 d: Tvöföld bókfærsla miðuð
við þarfir kaupfélaganna, Yngri deild: Undirstöðu-
atríði tvöfaldrar bókfærslu.
Vélritun: Venjulegar æfingar og fjölritun.
Hagfræði. E 1 d r i d e i 1 d: Ch. Gide. Nationalöko-
nomiens Grundrag I—II, 820 bls. Y n g r i d e i 1 d: Fyrir-
lestrar og samtöl. Stuðst við ritgerðii' Eriðgeirs Bjömsson-
ar um sögu samvinnunnar, er birtst hafa í Samvinnunni.
Félagsfræði: Fyrirlestrar og samtöl í báðum deildum.
í yngrí deild niðurstöður nútímafræðimanna í félagsfræði.
Samvinnusaga: Fyrirlestrar og samtöl um samvinnu
hreyfinguna. I yngri deild rakin saga samvinnuhreyfing-
arinnar, en í eldri deild þróun samvinnunnar erlendis. Þar
lögð til grundvallar og lesin bók Ch. Gide um kaupfélögm
(á ensku).
Nemendur höfðu málfundi og skrifað blað einu sinni
á hálfs mánaðar fresti ,og að jafnaði dans og skemtisam-
komur í skólanum jafnoft. Auk þess vora skuggamyndir
sýndar alloft, og oftar en fyr, því að stjóm Sís hafði heim-
ilað skólanum fé til að eignast sína eigin vél. Eins og að
undanförnu fóru nemendur einu sinni og tvisvar á viku
í Laugarnar til að iðka sund, með góðum árangri. Við at-
hugun eins af leikfimiskennurum Rvíkur um sundkunn-
áttu kom í ljós, að í engum skóla bæjarins voru jafnmarg-
ir nemendur syndir. Nemendur efndu til sjóðstofnunar við
skólann til að geta veitt nemendum,erþess kunna að þui-fa
með, bráðabirgðalán meðan þeir eru á skólanum. Er ætl-