Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Síða 23

Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Síða 23
17 hússtjórnenda eða þarfir og kröfur heimilanna, og svo tel ég það víst. að, ef kaupfélagsviðskiftin hafa eigi sjáanlega auðgað kaupfélagsmanninn, þá mun það þó koma í ljós, ef vel er skoðað, að kaupfélagsmaðurinn sé hinum auðugri að ýmsum þægindum lífsins. Hann lifir þá betra lífi, á færri leyfilegar kröfur óuppfyiltar; hann hefir meira frelsi og fleiri menntatneðul fyrir sig og sína. Þeir, sem nú telja allt þetta lítilsvirði, eru menn, sem til lítils kemur að eiga orðastað við. Það eru annaðhvort smásálarlegir menn, sem géra sér ofur lágar og auðvirðilegar hugmyndir um sælu lífsins og tilgang þess, eða þeir eru þá svo miklir harð- stjórar, að þeir telja það nóga sælu fyrir lýðinn að geta bjargað lífinu nokkur ár. Þótt lýðurinn verði að kryppl- ingum á sál og lí ama að hálfnuðu skeiðinu, það gerir lítið til, bara það tóri í honum golan. Þegar talað er um árferði og hagsæld landsmanna, þykir það jafnan miklu skifta, hvernig verzlunin hefir ver- ið það tímabil, sem um er að ræða. Það er eflaust tal- inn stór hagur, ef menn í ár fyrir jafnan gjaldeyri og menn höfðu í fyrra fá svo sem 30°/0 meira af jafngóðum útlendum vörum. Geti menn nú hagað svo verzlun sinni, að mismunurinn eða hagnaðurinn verði 60°/o meiri en í fyrra, og þessi viðauki sé kaupfélagsskap að þakka, hvern- ig verður þá sagt að hagnaðurinn sé einskis virði? — Hvað er þá talnafræði að ínarka? — Finni menn ekki hagnað- inn, eða sjái hann neinsstaðar koma í ljós, þá sýnist það ekki heldur gera hót að verkum, hvernig með fjármuni cr farið. Það gerir þá ekkert til, hvernig verzlunin er, hvort hún er hagstæð eða ekki, innlend eða útlend. Þjóðin stend- ur þá jafnrétt, hvort heldur hún vinnur eða missir þessa 30°/0 árlega næstu hundrað ár. Eg hefi nú stuttlega minnzt á störf Kaupfélags Þing- eyinga og hvað því hefir ágengt orðið. Nú vil ég benda á hið helzta, sem mér sýnist enn vanta til þess, að félag- ið sýni, að það þurfi ekkort að vera upp á kaupmenn kom- ið, heldur geti alveg losað þávið störf sín. Ýmsra ástæð- Timarit kaupfjelaganna. I. 1896. 2

x

Tímarit kaupfjelaganna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaganna
https://timarit.is/publication/328

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.