Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Page 24

Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Page 24
18 ua vegna hygg ég, að það standi kaupfélaga vorra bezt að vígi, til þess að leiða lífskraft íslenzkra kaupfélaga í ijós. Takist því að sýna það, að það geti tekið að sér verzlun allra þeirra, er nú sækja til Húsavíkur, tel ég úr- lausn spurningar þeirrar, er ég hafði að yfirskrift grein- ar þessarar, þegar gefna fyrir mestan hluta landsins. Nú þegar Kaupfél. Þingeyinga heíir náð því takmarki, að eiga nægan vetrarforða skuldlausan, mun varla vera hætt við því, að félagsmenn kosti eigi kapps um að halda áfram þeirri reglu. En hér má eigi framsókn félagsmanna uema staðar. Eigi vil ég þó, eins og nú er ástatt, hvetja til þess, að félag vort setji sér það markmið að borga allur vörur sínar fyrir fram, eins og mælt er, að Kaupfélag Sval- berðinga haíi í áformi. Það er mjög vanséð, að slíkt verði nokkur hagnaður. Þrátt fyrir það álít ég þó, að kaupfél. Þingeyinga þurfi að halda því áfram að safna fé og geti líka gert það. Köllum þetta fjársafn varasjóð, stofnsjóð, eða hverju. öðru nafni, sem menn verða ásáttir með, en hölduui að eins áfram að safna. Nóg mun verða með féð að gera. Reynslan og ýmisleg ókomin atvik munu leiða það í ljós, og nú þegar sýnast mér nauðsynleg verkefni blasa við. Félagið þarf að eiga varasjóð, ef sérleg óhöpp eða verulegt verzlunarharðæri ber að höndum. Ég tel og eigi síður nauðsynlegt, að félagið hafi aukafé, sem geti orðið meðal til þess að hjálpa hinum fátæku til að vera með í félaginu. Það er þetta síðasta atriði, sem Kaupfélagið má alls eigi ganga fram hjá. Að því leyti sem ég þekki til annara Kaupfélaga t. d. félags Svalberðinga, þá finnst mér fátæklingnum nærri því alveg bægt frá þvi að geta orðið kaupfélagsmaður. Ull- arinnleggið hjá hinnm fjárfáa sveitabónda hrekkur ekld nærri því fyrir ársþörfum hans. Tvævetra sauði á hann ekki til, en félagið vill ekki annað sauðfé. Hvernig á svo fátæklingurinn að koma sér upp sauðastofni, þegar hvorki félagið né nokkur annar vill rétta honum hjálparhönd? —

x

Tímarit kaupfjelaganna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaganna
https://timarit.is/publication/328

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.