Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Síða 32

Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Síða 32
26 aðoiganda sjálfum vorkunnarlaust að aðgæta, ef eigi er fylliléga rjett, ef hann heíir nokkra reglusemi og aðgætir hinar árlegu skýrslur, sem birtar eru í fjelaginu. í stuttu máli: hjer er nauðsynlcgt að hafa reglur og reglusemi; því þegar óreglan er komin i vana, og svo kernur upp snefill af tortryggni, þá er það mjög leiðinlegt og særandi fyrir deiidarstjórann að verða upp úr þurru fyrir óvana- legri eftirgrennslan og nokkurs konar umsáti. Margur kemur sjer hcldur eigi að því að byrja á slíku, þótt hann kveljist af tortryggni. Mjer er ekki kunnugt um, að fjelagsstjórninni sje sýnd nein vcruleg tortryggni nje heldur afhendingarmanni fjelagsins á Húsavik, enda er með þessum mönnum haft reglubundið eftirlit og í flestu fullkomið1. Afhcndingarinaður hefir svo strangt eftirlit sem unnt er; því annars vegar eru deildarstjórar og fjelagsmenn yfirhöfuð, sem taka á móti vörunum; þcim er engin of- ætlun að sjá um, að rjctt sje skráð það, sem afhent er. Á hina hliðina er fjelagsstjórnin, sem fær honum allar vör- urnar i hendur og krefur hann fullra skila á þeim. Það, sem kann að tapast eða misteljast og ekki kemur til skila, verður hans skaði. Gagnvart formanni er aftur afhend- ingarmaður á aðra hlið og endurskoðendur á hina, og er öllum fjelagsreikningum svo fyrir komið, að hægt er að ganga fullkomlega úr skugga. Ef formaður vildi t. d. koma fram fjárdrætti í laumi. þá þjTrfti hann að múta meðstjórnendum sínum, afhendingarmanni og endurskoð- cndum og mvndi þá verða til lítils að slægjast fyrir hvern um sig, og það væri einkonnilegt „einvalalið“, scm þá væri valið árlega til æðstu starfa í fjelaginu. En svo er tortryggnin gcgn uinboðsmanni fjelagsins erlendis; hennar vegna hafa margir sjeð drauga um há- *) í Kaupfjelagi Þingeyinga heíir formaður ekki á hendi afhend- ing á fjelagsvörum, heldur er ráðinn til jiess sjerstakur maður, sem hefir það starf meiri hluta ársins. Hann tekur og á móti ull og öðr- um gjaldeyri og annast upp- og framskipun.

x

Tímarit kaupfjelaganna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaganna
https://timarit.is/publication/328

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.