Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Page 45

Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Page 45
Skipulag. „Ég trúi því, sannleiki, að sigurinn þinn að síðust vegina jafni;........... og því stíg ég hiklaust og vonglaður inn, í frelsandi framtlðar nafniu. Nýlega kom út á Englandi bók ein, er vakti mikla eftirtekt.1 Höfundurinn heldur því fram, meðal annars, að andlegir hæfiieikar og þroski einstaklinganna meðal Ev- rópuþjóða nú á tímurn séu í rauninni engu meiri en hjá hálfviltum þjóðum, eða hjá fornaldarþjóðunum. Annar merkur rithöfundur2 hefir haldið því fram, að Forngrikkir hafi haft eins mikla andans yfirburði yfir Evrópumenn nú á tímum, eins og þeir hafi nú yfir blámönnum. Gladstone gamli hefir lika komist að þeirri niðurstöðu, að miðalda- menn hafi verið búnir meira andlegu atgervi en nútíma- menn. — Það er ýmislegt, sem bendir til, að þessar skoð- anir séu á rökum bygðar. Norðurálfuménn hafa litið með fyrirlitningu til Japansmanna og Kínverja, en nú sýnir reynslan, að þegar þeim gefst færi á að læra, þá hafa þeir fullt eins góðar „gáfur“ sem Norðurálfumenn. Það eru ýmsar líkur til þess, að í sumum viltum þjóð- um séu hraustari og betur bygðir heilar, en til eru i nokkurri hauskúpu í Norðurálfunni. En þessir villimanna- heilar hafa önnur ytri skilyrði en hjá oss. Þeir hafa ann- að starf að leysa en vorir heilar. Væri þeim t'engið hið sama starf, eru líkur til, að þeir mundu leysa það eins vel af hendi, sem vorir heilar nú gera. Að námsgáfum eru blámenn ekki eftirbátar hvítra manna. Þá skortir ekki heila, þá skortir að oins skóla. í barnaskólum Eandafylkj- ') BeDjamin Kidd: „Social Evolntion" = Féiagsleg framþróun. -) Galton: „Heréditary Geniua“ (andans arfur).

x

Tímarit kaupfjelaganna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaganna
https://timarit.is/publication/328

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.