Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Side 51

Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Side 51
45 irtæki, ekki til að aila sjálfum sér embættis, auðs eða lof- stírs, heldur vegua þess, að hann tclur það skyldu sina og köllun og að það er honum sjálfum hin varanlegasta lífsnautn. Það merkir, að þeim manni megi treysta, að hann láti eigi sinn eigin hagnað sitja í fyrirrúmi fyrir al- menningsheill, að pyngja hans sé eigi lokuð, þegar fé vant- ar til almenns, félagslegs fyrirtækis, Það merkir, að hann hafi brotið af sér hýði sjálfselskunnar og gerst lifandi grein á stofni mannlífsins. Hann vinnur ekki heldur fýri r gíg. Andi hans þroskast og vex, og þótt hár hans gráni, er hann ungur í anda, því hann liíir ekki sjálfum sér, held- ur manndóminum, sem aldrei ehlist. Hann vcit, að þótt einstaklingsævin sé stutt, og hann sjálfur örlítið ar í tak- markalausri tilveru, þá heflr þó hans tilvera, hans líf og verk endalausar afleiðingar fyrir mannlífið. Hann vcit, að þótt verkahringur hans nái skammt, svo skammt, að hann aðeins fær lagt örfáa smásteina í hina miklu mannlífsbygg- ingu, þá þorna þó nokkur tár og tendrast nokkur bros við hvern stein, sem lagður er, og mannlífið verður þeim mun fullkomnara, fegra og betra. Hann veit, að þótt hann ekki sjálfur njóti þess, er hann byggir, þá munu börn hans og niðjar um ókomnar aldir njóta þess, njóta þess betur en nokkurra aura í handraðanum. Hann veit, að almenn- ingsheill veldur rniklu meiri heill fyrir hinn einstaka en einstaklingsheill fær valdið almenningsheill. Það er þessi andi, sem hrindir þjóðunum áfram til menningar og siðferðislegs þroska. Það er þessi andi, sem birtist í þeirri ættjarðarást, sem alt leggur í sölurnar fyrir þjóð sína. Það er þessi andi, sem gert hefir þjóðhetjurnar frægar, og gefið hefir þeim krafta til að leggja jafnvel lífið í sölurnar fyrir hugsjónir sínar. í stuttu máli, það er andi Krists. Og nema þessi andi gagntaki þegnana, kemst eng- in þjóð til vegs og gengis, eða á hátt menningarstig. * * * Hvornig er nú ástandið í þessum efnum hér á landi? Gerir þessi andi nokkuð vart við sig á meðal vor? Því

x

Tímarit kaupfjelaganna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaganna
https://timarit.is/publication/328

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.