Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Side 52

Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Side 52
46 raiður er langt á milli bæanna hjá oss; vér búum af- skekktir og bver fyrir sig. Saingöngurnar eru strjálar og erviðar, og allir aðdrættir, líkamlegir og andlegir, eru þess •vegna vandkvæðum bundnir. En hitt er þó enn meira mein, hve frábitnir vér erum skipulegri samvinnu. Vér búum í' hinum strjálu og skuggalegu kotum, eins og nokk- urskonar haugbúar, og skotrum hornauga hver til annars álengdar. En í fjarlægðinni sést ekkert glöggt, og sé loftið óhreint, þá sýnist alt í fjærðinni öðruvísi, og oft ljótara en það er í raun og veru. Vér sjáum hver annan í þoku. Það fer fyrir oss eins og piltinum, sem sá ein- hverja ófreskju i þokunni; en þegar þessi ófreskja nálgað- ist, þá sá hann, að það var hann bróðir hans. Vér göng- um sjaklan svo nærri hver öðrum, að vér sjáum, að vér erum bræður. Reglubundin samtök og samvinnu þekkjum vér varla. Margir af oss hafa jafnvel óbeit og ímugust á öllu skipulagi, því þeim sýnist, að það hefti og takmarki um of einstaklingsfrelsið. Og svo förum vér hver sína götu og segjum með karlinum: „Sjálfummér trúi ég best, maður“. Hæflleika höfum vér mikla og góða, máske eins og þær þjóðir, er hafa þá besta, en þeir liggja dreifðir og koma ekki að notum. Þó einn og einn geri heljarátök til að velta einhverju bjarginu úr götunni, þá orkar hann því ekki einn, og enginn vill taka á með honum, verða hon- um samtaka, Menn standa bara álengdar og horfa á til- raunirnar með dálítilli forvitni, eða máske tortryggni. Ef nú bjargið þokast, þá slá menn á lærið og segja eins og Tuddi: „Nei, sko bannað tröllið“. En ef bjargið hreyfist ekkert, þá glotta menn í kampinn, labba í burtu og segja með spekingssvip eins og Andrés gamli Sveinsson: „Ja, þetta sagði ég þér, en þú vildir ekki trúa“. Og í hvort- tveggju tilfellinu liggur bjargið kyrt í götunni. Seinna gefur annar sig fram til að velta bjarginu burtu, og ver til þoss öllum kröftum sínum, en alt fer á sömu leið. Og „svona gengur það öld eftir öld“ og altaf er bjargið í göt- unni, og þar situr það rótlaust, þar til vér allir verðum

x

Tímarit kaupfjelaganna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaganna
https://timarit.is/publication/328

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.