Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Side 53

Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Side 53
47 samtaka um að velta því burtu. En ekki er það bjarg til, að eigi verði uudan að láta, ef nógu margir eru samtaka um að velta því. Amerískir verkmenu viðhafa oft orðtak eitt, er beita þarf miklu afli við eitthvert verk. Þeir hrópa upp og segja: „pull together— all together11 þ. e. allir samtaka, allir í einu. Þetta orð segir Ingersoll hinn mikli mælskumaður — að sé lykillinn að öllum gæðum lífsins, öllu góðu, háleitu og fögru, bæði andlega og lík- arnlega. — Öll hin mikla starfsemi, sem við sjáum í nátt- úrunni, öll hin voldugu náttúruöfl eru ekkert annað en ó- sýnilegar hreyfingar hinna örsmáu frumagna (atoma), sem öll efni eru samsett af. — Darvin hefir ritað langa bók um starfsemi smáormanna, sem lifa í moldinni, og hefir sýnt og sanuað, að undir þeirra starfsemi er alt jurtalíf kornið. Mannsaugað sér ekki starfsemi hvers orms, en þeir vinna, til samans, meira að jarðrækt en allirmenn. Hvílíkurlær- dómur! Stuart Mill segir, að veraldarsagan sýni, að skipu- lagshæfileikar þjóðanna sé mælikvarði, er sýni, á hvaða menningarstigi þær eru. Hvernig munum vér mælast á þann kvarða? Það er annars ekki svo að skiija, að von sé til, að vér séum lengra koinnir en vér erum. Þjóðlíf vort liggur enn í rústum, eftir margra alda áþján og kúgun. Vér vorum sviftir öllu frjálsræði til að ráða voru eigin skipu- lagi, og höfum í margar aldir ekki þekkt annað skipulag, en það, sem neytt hefir verið á oss af erlendu valdi; skipu- lag, sem vér höfum hatað og brotið, þegar vér höfum get- að. Og svo fengum vér eðlilega óbeit á öllu skipulagi, urðum tortryggnir, ótrúir og einræningslegir. Vér trúðum engu og engum, því meðal vor voru þeir, sem beittu hinu orlenda kúgunarvaldi á oss. Nú eruni vér að eins að rakna við úr þessu ómegi þrælk- unarinnar. Hinir ágætu andans menn, er upjii voru á með- al vor á fyrri liluta þessarar aldar, og um miðju hennar, kveyktu hjá oss löngun til betra lífs. Þjóðlif vort rakn- aði við og krafðist réttar síns. Eu vér vorurn „fáir, fá-

x

Tímarit kaupfjelaganna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaganna
https://timarit.is/publication/328

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.