Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Side 55

Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Side 55
49 misheppnast, eða orðið heíir þoim til vanþrifa, en sæk.jast eftir því, sem þeim heflr veitt mestan þroska, og best og göfugast er í fari þeirra. Nú sjá menn altaf betur og betur, og viðurkenna það, að einmitt undir skipulagi þjóðfélaganna er sæld þeirra eða ófarsæld að miklu leyti komin. Flesta gleði og lífs- nautn, flest böl og meinsemdir mannlífsins má rekja til skipulagsins; þar hefir það rætur sínar og orsakir. Þcss vegna hugsa nú hinir bestu menn heimsins mest um skipu- lagið og umbætur á því. Um það er ritaður ótölulegur fjöldi bóka á hverju ári, ekki einungis af stjórnfræðingum og hagfræðingum, heldur og af heimspekingum, skáldum og alskonar mentamönnum. Jafnvel prestar og biskupar taka þátt í þeim umræðum. Menn krefjast réttlátara skipu- lags en þess, sem nú er, siðferðislegra skipulags, sem sam- svari og fullnægi þeim siðferðisþroska, sem mannsandinn hefir náð. Til þessarar hreyfingar eiga allir umbótaflokk- ar rót sína að rekja, hvort sem þeir heita anarkistar, ní- hilistar, sósíalistar, verkmannafélög, sanmnnufélög, eða jafn- vel trúarfélög. Öll þessi mikla mannlífshreyfing er siðferð- islegs eðlis; hún er tilraun tiTað hefja mannlífið á hærra og fegra stig, og á því alt annað skilið, en það háð og fyr- irlitningu, sem svo margir gamalvísir sjálfbyrgingar sýna öllu því, er heimfærst getur til þessarar hreyfingar. Hjá þeim þjóðum, sem stæstar eru, sem elst og marg- brotnast skipulag hafa, er erviðast að koma uinbótum á. Þar þarf mest að rífa niður, og mest að byggja í þess stað. Þær þjóðir, sem elsta og rótgrónasta menningu hafa, eru því í mestum vanda staddar, þeim er óhægast að snúa við, þótt þær sjái nú, að skipulagi þeirra sé ábótavant, og að afleiðingar þess hafl orðið aðrar og verri en þær höfðu vænst, enda sporna allir þeir gegn breytingunum, sem njóta verndunar hins gamla skipulags, og það eru þeir, sem mest hafa völdin. Yér þar á móti stöndum miklu nær náttúrunni, vér höfum varla stigið fyrsta sporið á menningarbrautinni. Hjá Tímarit kaupfjelagauna. I. 1896. 4

x

Tímarit kaupfjelaganna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaganna
https://timarit.is/publication/328

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.