Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Page 56

Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Page 56
50 oss hafa því ekki komið í ljós gallar og öfgar skipulags- ins eins berlega og kjá stórþjóðunum. Yér erum allir sam- mála um, að skipulag vort þuríi og eigi að broytast. Vér hötum allir það skipulag, sem erlendur þjóðflokkur hefir neytt upp á oss, sér en ekki oss til kagsmuna. Að þessu leyti stöndum vér vel að vígi gagnvart hinu gamla skipulagi. Yér hikum oss eigi við að rjúfa það, þegar vér getum, að minsta kosti nokkurn hluta þess. En um hitt munu vera skiftar skoðanir, hvernig sldpulagi voru skuli haga framvegis, ef vér nú skyldum geta ráðið því sjálíir. E>eir eru því miður flestir, sem hugsunarlaust vilja herma alt eftir öðrum þjóðum. Þeir sjá gæðin, sem þeirra skipulag heflr veitt þeim, en gallarnir og meinsemdirnar dyljast þeim, enda er það dulið, svo sem unnt er. En þessum meinsemdum megum vér ekki gleyma, ef vér vilj- um komast hjá að innleiða þær hjá sjálfum oss. Vér verð- um að leitast við að skilja, í hvaða sambandi þær standa við það skipulag, sem jafnframt framförunum hefir fram- leitt þær. En þessar meinsemdir eru einkum: algert eigna- le.ysi, þekkingarlej'si og siðleysi mikils fjölda af maunfólk- inu, og þar af leiðandi eymd og volæði, en á hinn bóginn hóflaus eyðsla, siðspillaiuli sællifl, iðjuleysi, saurlifnaður og veiklun þess hluta fólksins, sem yflr auðnum ræður. Gagn- vart þessum meinum eru nú hinar voldugustu þjóðir úr- ræðalitlar, og það veldur á tvenuan hátt vantrúnni og þreytunni, sem öðru fremur einkennir þessi aldarlok. En til þess að vér getum varast vítin, verðum vér að þekkja þau. Yér verðum að kynna oss rejmslu annara þjóða, og reyna til að skilja hana hleypidómalaust. En til jtess að geta það, verðum vér fyrst að losa sjálfa oss við alla kreddutrú á gamla skipulagið. Yér megum ekki skoða það eins og helgidóm eða guðlega fyrirskipun, er eigi megi snerta við. Mönnum hættir svo til að blanda saman lög- málum náttúrunnar og mannlegu skipulagi, sem orðið er svo gaiualt og rótgróið, ogþess vegna búið að fá á sig lielgiblæ. En það ríður á því að kunna að gera réttan

x

Tímarit kaupfjelaganna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaganna
https://timarit.is/publication/328

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.