Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Side 61

Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Side 61
55 samt, hvort g'cra mundu oss nokkru farsælli en vér erum, nema nýtt og betra skipulag fylgdi. þá vitum vér cigi, hvaða ný, og ef til vill langtum eftirsóknarverðari, gæði komandi öld og aldir geyma oss, ef vér höfum vit og dáð að leita þeirra og hagnýta þau. Þótt ættjörð vor sé lítil, fátæk og afskekkt, þá skulum vér aldrei efast um það. að hún geti látið oss í té alt það, sem vér þurfum til þess að reisa böraum vorum og niðjum björt og hlý og rúm- góð heimili, þjóð vorri bjart og hlýtt og rúmgott skipulag, sem ef til vill veitir margfalt meiri sanna farsæld, en hið glæsilega, en því miður rotna líf stórþjóðanna. En — ef vér kúrum hver í sínu koti, sundraðir, samvinnulausir og skipulagslausir, þá „verður það sonunum sárasta kvöl, að sjá, að vér kúrum í þessari möl, og allir til ónýtis dauðir“. si* Hvað getum vér þá gert tii að bæta skipulag vort? Erum vér ekki ánauðugar undirlægjur erlendrar þjóðar, sem hainlar oss frá að skipa sjálfir málum vorum? Eigum vér að bylta um frá rótum öllu voru skipulagi? Svo munu margir spyrja, og það ér eðlilegt. En hér er alls ekki um neinar byltingar að ræða, án þeirra getum vér komið mjög mörgum endurbótum til vegar, jafnvel án þess að raska nokkuð um sinn því skipulagi, sem vér nú höfum. Yér get- um smám saman beint því í nýtt og eðlilegra horf. Það er aðaleinkenni núverandi skipulags, að það bind- ur einstaklingana mjög hörðum böndum í einstökum grein- um, cn lætur þá óbundna og sjálfráða í öðrum, sem þó hafa í rauninni eins mikla almenna þýðingu. Það setur t. d. mjög strangar reglur um eignarrétt einstaklinganná, ekki einungis á lausafé, heldur og landi og vötnum. Aftur á móti lætur það hvern einstakling sjálfráðan um, ekki einungis hvaða atvinnu hann rekur, heldur einnig hvernig hanu rekur hana, án þess þó.að tryggja honum tækifæri eða kunnáttu. til þess, eða setja konum þau takmörk, er verndi annara atvinnu. Það skipar fyrir um vissar stöð- ur og stéttir, býr þá, er í þær veljast, undir starf sitt, og

x

Tímarit kaupfjelaganna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaganna
https://timarit.is/publication/328

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.