Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Síða 62

Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Síða 62
56 veitir þeim ýmisleg sérréttindi, en lætu önnur störf og stöð- ur afskiftalaus, svo þau eru raunar skipulagslaus frá þjóð- félagsins háifu. Slík störf og stöður eru því í vanrækslu og niðurlægingu, og þeir, sem þær stunda, eru einskonar úrkast mannfélagsins. Pað, sem vér nú geturn gert og eigum að gera, er að koma frjálsu félagslegu skipulagi á það, er landslög og stjórn lætur skipulagslaust, og háð er reglulausri samkeppni einstaklinganna. Petta vakir líka fyrir oss og öllum þjóðum, og þess- vegna stofna menn alskonar félög: verkmannafélög, bún- aðarfélög, íiskiveiðafélög, verzlunarfélög, lestrarfélög, skemti- félög o. s. frv. Allur þessi félagsskapur er ljós vottur þess, að mönnunum verður lítið ágengt án skipulagsins, hann er tilraunir alþýðu til að fylla skörðin á hinu al- menna skipulagi; hann sýnir, að skipulagið er náttúrleg þörf mannsins. Þetta er líka hin réttasta myndun skipu- lagsins. Á frjálsum samtökum siðaðra og mentaðra manna á það að byggjast. Það er hugsjón allra mentaðra sósíal- ista, og það er í rauninni skoðun allra frjálslyndra og fé- lagslyndra manna. Nú eru það einkum atvinnumálin, sem hið almenna skipulag lítið nær til. Það hindrar ekki, að einstakling- arnir kunnáttulaust, og óundirbúnir reki hverja atvinnu sem þeim þóknast, þó það verði þjóðfélaginu og hverjum ein- staldingi þess til tjóns og framfaratálma; það hindrar ekki, að einstakir ráðríkir menn, sem af hreinni skipulagslausri hendingu hafa náð í ábatasama atvinnu, keyri fjölda manna í ánauð, af því þeir standa ver að vígi í hinni reglulausu samkeppni, eða af því, að gamalt skipulag eða gamlar venjur og hleypidómar hafa svift þá rétti þeirra til þeirra náttúrlega arfs: náttúrugæðanna og þekkingarinnar. — Hvergi heíir þetta samt komið eins berlega í ljós og í hin- um almennu og yfirgripsmeiri viðskiftum manna og þjóða í milli, sem vér köllum verslun; þar geta menn gleggst

x

Tímarit kaupfjelaganna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaganna
https://timarit.is/publication/328

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.