Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Side 65

Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Side 65
Samtíiiiiigur og sáðkorn. I. Kaflar iír brjefuin frá Einari sál. í Ncsi. 24‘/». ’91......Þínar hugleiðingar um verzlunarmálið geðjast mjer mjög vel, í því nær hverju einasta atriði, og þar sem jeg ef til vill hefði heizt viljað gera athugasemd- ir, þá virðist mjer orsökin til þess vera sú, að jeg sje öllu trúaðri á mr. Mammon heldur en þú. Um alla aðalstefnu kaupfjelagsins kemur okkur saman, og man jeg ekki bet- ur en að jeg dræpi á það fyrir nærri 20 árum, í ritgerð þeirri, er jeg skrifaði fyrir Bókmenntafjelagið. Jeg er alls ekki á því, að okkur sje þörf á innlendum kaupmönnum, ef okkur vantar ckki manurænu og myndarskap, til að gera sjálfir það, sem þessir formyndarar annars gcra. Því færri meðalgangarar og milliliðir, þess betra. í mestu framfara löndum, t. d. á Englandi, hafa monn á síðari tímum stofn- að kaupfjelög. til að losast við meðalgöngu og fjárforráð kaupmanna. Mig minnir, að Bretar kalli slík fjelög „trades unions“. Það eru sjerstaklega fátækir alþýðumenn, verk- menn eða þeirra hjálparmenn, sem hafa komið slíkum fje- lagsskap á í fyrstu. Fyrir ólikt verzlunarlag þar og hjer er tilhögunin dálítið önnur, en grundvallarreglan er hin sama, enda er hún svo auðveld og auðsæ öllum, sem ekki eru blindir eða blindaðir af einhverjum orsökum, að ekki ætti að þurfa að deila um hana. Auður er mjög góður fyrir hvern mann og hvert land (mammonstrú), en hann er ekki betri, heldur verri, ef honum er mjög misskift með mönnum. ímyndum okkur tvær sveitir, hvora fyrir sig með 1000 íbúum, og allan auð í hvorri þeirra eina millíón krónur; en í annari þeirra skyldi einn maður eiga þessa

x

Tímarit kaupfjelaganna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaganna
https://timarit.is/publication/328

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.