Samvinnan - 01.04.1968, Page 6

Samvinnan - 01.04.1968, Page 6
brigðilegar hugmyndir um samvinnuhreyfingu. Virðingarfyllst, Ingólfur Sverrisson. Hr. ritstjóri! Ég hef verið að blaða í fyrsta hefti þessa árs af Samvinn- unni. Mér virðist tímaritið ha_fa batnað að ýmsu leyti sem al- mennt lesefni. Það er líflegra í útliti, fjölbreyttara að efni og djarfara í máli. Þó hef ég ýmis- legt við það að athuga. Dirfska í málfari getur oft orðið að hvatvísi og valdið tjóni. Eng- inn skyldi rasa að dómum án rökhyggju og sannleiksleitar og staðreyndirnar liggia ekki alltaf á glámbekk. Það er ekki nóg að horfa bara fram, það þarf líka að gá til beggja hliða. íslendingum hættir oft til að velja skammfarnar leiðir í rök- hugsun, og ákaflega er bað fá- títt að sjá hér greinar ritaðar af því fágaða og vitræna fjöl- skyggni, sem títt er meðal menntaðra manna erlendra. í grein yðar um „ísland á alþjóðavettvangi" finnst mér gæta um of skammfarinna leiða. Ótti yðar við eftirlits- stöðvarnar í Keflavík er ó- raunsær, vegna þess að reynsl- an hefur sýnt að betta eru nauða áhrifalaus fyrirbæri í íslenzku þjóðlífi. Samskinti þeirra tvö eða brjú þúsund hermanna, sem hér dveliast á hverjum tíma, hafa verið svo lítil við íslenzka borgara og árekstralaus, að með eindæm- um má telja, enda jafnan stjórnað af ágætum mönnura, sem í hvívetna hafa tekið tillit til íslenzkra aðstæðna. Eftir- litsstöðvar eða öryggisstöðvar á vegum Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins eru í flestum vestrænum löndum að undanskildum Norðurlöndum, sem vegna návistar við Rússa töldu sig ekki geta leyft stöðv- arnar. Þannig eru brjár eða fjórar stöðvar á Bretlandseyj- um með tugþúsundum amer- ískra hermanna, einnig í Portúgal, Spáni og Belgíu. Ekki hefur heyrzt, að nokkur þess- ara bjóða telji sjálfstæði sínu misboðið með tilvist slíkra stöðva í löndum sínum. Þær telja nauðsyn þeirra ótvíræða og begar Bandaríkjamenn fækkuðu liði sí.nu í sumum þeirra á síðastliðnu hausti, voru umkvartanir í blöðum. Ég fæ ekki séð, að 22 ára gamlar röksemdafærslur Gunnars Thoroddsen, þá byggðar á lík- um, breyti því, sem við nú vit- um af reynslu. þad næst bezta nægirekki ÞESS VEGNA BJÓÐUM VIÐ VANDLÁTUM VIÐSKIPTAVINUM VERÐLAUNABÍLINN VAUXHALL VICTOR’68 í Morgunblaðinu 21. nóv. s.l. segir blaðamaður frá stærstu bílasýningu Bret- lands í Earls Court í London og m. a. þetta um nýja Victorinn: Sú enska bifreið, sem mesta athygli héfur vakið á sýning- unni í Earls Court, er Vaux- hall Victor 1600 og 2000. Þessi bifreið er eins ný og bifreiðar gerast, þ.e.a.s. hún hefur verið byggð upp frá frumatriðum, án iþess að stuðzt hafi verið við eldri gerðir af Vauxhall nema að mjög litlu leyti. Sýningargripur Vauxfhall í Earls Court vakti fyrst athygli sýningargesta vegna nýrra út- lina. Yfirbygging bifreiðarinnar 'hefur verið teiknuð upp á nýtt undir greinilegum áhrifum frá Geperal Motors. Á sýningarpalli Vauxhall voru sýniShorn af ýmsum atriðum í undirvagni og stjórntækjum bif- reiðarinnar, sem segja má að allF sé nýtt. Vélin er til dæmis al- gjörlega ný af nálinni og er ár- angur af fimm ára undirbún- ingsrannsóknum. Upphaflega var markmið framleiðendanna að byggja vél, sem framleitt gæti 50% meiri orku en þáverandi vél ar Vauxhall, en væri samt ekki þyngri en þær. Þetta hefur þeim tekizt með ýmsum lagfæringum og nýjung- um. Nýjungar > vélinni eru m.a. þær, að kambásinn hefur verið fluttur upp fyrir ventlana til þess að losna við undirlyftu- stengur. Vélinni hefur verið hall að um 45 gráður til þess að losna við hristing og fjölda- margt annað hefur verið gert til þess að gera vélina sem bezt úr garði. Gírkassi Vauxhall Victor er tekinn úr eldri gerðum, en tengslin og allt, sem þeim fyig- ir er nýtt. Fjöðrun á framhjólum er svip- uð og í eldri gerðum, en að aftan eru fljótandi öxlar festir við skúffuna með örmum. Ofan á tengiörmunum eru gormar og höggdeyfar. Hemlar á Vauxhall 2000 eru diskahemlar a_ð fram- an, en skálar að aftan. Á Vaux- hall 1600 eru skálar að aftan og framan. Að innan hefur Vauxhall Vict- or tekið gjörbreytihgum, sem flestar miðast við að fullnægja kröfum Bandaríkjamanna um öryggi. r i i i L Undirritaður óskar eftir nánari upplýsingura um NÝJA VICTCRINN '68 NAFN HEIMILISFANG n i i i J Nýi Victorinn er að verða metsölubíll í Evrópu. Sýningarbíil á staðnum. VAUXHALL- BEDFORD UMBOÐIÐ Ármúla 3, sími 38 900. 6

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.