Samvinnan - 01.04.1968, Síða 12

Samvinnan - 01.04.1968, Síða 12
Allar verstu nornir Evrópu voru við- staddar fæðingu Adolfs Hitlers og döns- uðu kringum vöggu hans meðan kraum- aði í hinni banvænu blöndu sem sauð uppúr á fjórða og fimmta áratug þessar- ar aldar: þýzkt þjóðernisofstæki, þýzkur hernaðarandi, þýzk sjálfsvorkunn; til- beiðsla ríkisins, falskenningar um hrein- leik blóðsins, gyðingahatur, efnahags- erfiðleikar, félagslegar viðsjár, pólitísk ógæfa: þetta voru efnin í blöndunni. Og aldrei hafði tíminn verið hagstæðari til að fá slíka blöndu til að ólga — tími fjölmiðlunar til að dreifa æðinu með ofsahraða, þar sem áróðurstækni blaða og útvarps dembdi snöggsoðnum hugmynd- um yfir hálflæsan almúgann; tími stríðs- hrjáðrar kynslóðar sem var gagnsýrð hatri; tími svo örrar þróunar og skjótra umskipta, að þjóðfélagið í heild varð fyr- ir gífurlegri sálrænni áreynslu; tími alls- herjarmóðursýki. Annarsstaðar uppvakti þessi sefasýki einungis dýrkun á íþrótta- hetjum, kvikmyndastjörnum, flugköpp- um eða dægurlagasöngvurum. Hinar germönsku nornir vöktu hinsvegar upp Adolf Hitler. Hann leit fyrst óstöðugt ljós þessa heims í bænum Braunau í Austurríki vor- ið 1889, þriðja barn í þriðja hjónabandi föður síns. Ekkert í ætt hans, umhverfi eða frammistöðu bernsku- og æskuár- anna gaf fyrirheit um frægð eða afrek. Hann naut lítillar ástúðar hjá föður sín- um, öldruðum tollþjóni, sem þó kostaði hann til náms í gagnfræðaskóla. En hann var nákominn móður sinni, og það var fráfall hennar á unglingsárum hans sem átti sinn stóra þátt í að gera hann að auðnuleysingja. Hann féll tvisvar á inn- tökuprófi í myndlistarskóla, fór til Vínar, og næstu fimm árin var hann í allskyns hlaupavinnu — gerði eftirlíkingar af póstkortum og seldi á götunum, teiknaði auglýsingar fyrir búðir í hliðarstrætum, málaði hús utan og innan, en á næturn- ar hafðist hann við í ódýrum svefnskál- um verkamanna, þar sem nokkrir vist- manna mundu löngu síðar eftir þessum einkennilega, illa klædda og starandi ut- angarðsmanni, sem var jafnan fús til pólitískra umræðna yfir deyjandi glóð- um eldsins undir morgun. Austurrísk-ungverska heimsveldið fyr- ir 1919 var land sundurleitra þjóða, og kannski var eðlilegt að Þjóðverjar í Austurríki, sem stjórnað höfðu heims- veldinu öldum saman, litu á sjálfa sig sem fulltrúa æðri þjóðar, er varðveitti og verndaði helgar erfðir germanskrar menningar. Hitler var Þjóðverji, og hon- um misheppnaðist í Vínarborg, sem var full af gyðingum og slövum, sem margir hverjir voru ekki misheppnaðir. Öfund, beiskja, vonleysi og heift sameinuðust um að vekja í hinum unga manni brjál- æðiskennt ofstæki gegn „óæðri kynstofn- um“, og umfram allt gegn gyðingum. Árið 1913 fluttist hann til Múnchenar („Þýzk borg! sagði ég við sjálfan mig. Hve ólík Vínarborg hún er“); og þar hélt hann áfram hlaupavinnunni og götu- ræsapólitíkinni þartil fyrri heimsstyrj- öld skall á. Af furðulegri tilviljun er til ljósmynd af mannfjölda í Múnchen sem fagnar stríðsyfirlýsingunni 1. ágúst 1914, og má þar sjá Hitler frá sér numinn af gleði. Nú hafði hann eitthvað til að lifa fyrir; skær bjarmi ættjarðarástarinnar hafði þokað burt vonleysi fyrri ára. Hann tók þátt í hernaðinum af lífi og 12

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.