Samvinnan - 01.04.1968, Page 13

Samvinnan - 01.04.1968, Page 13
sál, skipti sér aldrei af nöldrurum, en flutti boð milli herflokka sem voru í eld- línunni, var hœkkaður í tign (varð korpóral) og sæmdur járnkrossinum (fyrstu gráðu) 1918. Rétt fyrir vopnahléð í nóvember 1918 var hann blindaður um stundarsakir af brezkri gasárás nálægt Ypres, og þegar Þjóðverjar gáfust upp var hann staddur á sjúkrahúsi í Stettin, yfirkominn af niðurlægingu þjóðar sinn- ar. Þegar hann var laus úr herþjónustu var hann atvinnulaus og ranglaði aftur til Miinchenar, og aldrei hafði honum verið fjær skapi að leita sér að fastri atvinnu. f hinni pólitísku deiglu höfuð- borgar Bæjaralands fann hann loks lífs- hlutverk sitt. Það var ömurlegur dagur í sögu Evrópu þegar hann afréð að gerast atvinnust j órnmálamaður. Árið 1918 hafði sigrað Þýzkaland rekið keisarann frá völdum og komið á lýð- veldi, Weimar-lýðveldinu, sem sam- þykkti Versala-sáttmálann með tregðu og kom á fót lýðræðislegum stofnunum. Frá upphafi átti lýðveldið við ótrúleg vandkvæði að stríða: hálfsveltandi þegna, alvarlegar drepsóttir, hemám bandamanna, verkföll, uppþot, og um- fram allt látlausar tilraunir hægri öfga- manna og kommúnista til að koma lýð- veldinu fyrir kattarnef. Lenín hafði ævinlega gengið útfrá því sem vísu, að öreigabylting Þýzkalands kæmi fast á hæla rússnesku byltingunni. Þó það yrði að vísu ekki, munaði mjóu að öreigabylt- ingin tækist; og í Bæjaralandi, þar sem Hitler var staddur, var raunverulega kommúnistalýðveldi í heilan mánuð. En þegar til kastanna kom reyndust hættu- legustu fjendur Weimar-lýðveldisins ekki vera kommúnistar, heldur þau íhaldssömu og hernaðarlega sinnuðu öfl sem gátu ekki sætt sig við ósigurinn og Versala-sáttmálann, en hann kvað á um mjög verulega takmörkun heraflans og þungar skaðabótagreiðslur. Árið 1920 var gerð tilraun til að steypa stjórn jafn- aðarmanna í Berlín, en hún mistókst, þar sem afturámóti samskonar tilraun í Munchen heppnaðist, og var þar sett á laggirnar hægristjórn sem útilokaði jafnaðarmenn og kommúnista. (Hér verður að hafa í huga, að í Þýzkalandi einsog í Bandaríkjunum hafa hin ein- stöku sambandsfylki eigin þlng og stjórnir). Þannig varð Múnchen mjög ákjósanlegur jarðvegur fyrir hugmyndir og markmið Hitlers. f borginni úði og grúði af pólitíkusum úr hernum, einsog t. d. von Epp og Röhm, og af einkennis- klæddum þjóðernissinnahópum og frí- liðasveitum, sem gegndu svipuðu hlut- verki og svartstakkar Mussolinis á ftalíu. Pólitísk morð voru framin einsog á ítalíu, og meðal fórnarlamba „föðurlandsvin- anna“ voru Erzberger, sem hafði undir- ritað friðarsamningana, og Rathenau utanríkisráðherra Þýzkalands frá 1922, sósíalisti og gyðingur. í Múnchen eða þar í grennd var einnig Ludendorff, yfirmað- ur þýzka hersins á stríðsárunum, harður og einstrengingslegur maður sem leit á herinn einsog guð, en taldi Weimar-lýð- veldið vera guðlast. Ennfremur má nefna menn einsog Göring, flughetju úr stríð- inu, Hess, ofstækisfullan stúdent og fyrr- um ílugmann, treggreindan en hunds- lega tryggan yfirboðurum sínum, og Rosenberg, misheppnaðan arkítekt sem sauð saman hátíðlegar og fjarstæðar kenningar um yfirburði þýzka kynstofns- ins. Það var meðal slíkra manna sem Hitler fékk stuðning þegar hann gekk í hinn fámenna Þjóðernisjafnaðarmanna- flokk (nazistaflokk) 1919—1920, þar sem hann tók brátt við forustunni. í flokkn- um voru einungis nokkrir tugir manna, síðar nokkur hundruð, þegar hann kom saman í bjórkjöllurunum í Múnchen. Brátt bættust í hópinn uppgjafaher- menn í fríliðasveitunum, hvattir til þess af Röhm majóri og von Epp hershöfð- ingja. Þegar fríliðasveitirnar voru leyst- ar upp að boði ríkisstjórnarinnar 1921, reyndist flokknum auðvelt að breyta þeim í íþrótta- og fimleikadeild flokks- ins, sem brátt var nefnd Stormsveitin (Sturmabteilung eða S.A.). Þaðan komu hinir upphaflegu stormsveitarmenn sem slógust við kommúnista og stunduðu hermdarverk. Þeim fjölgaði svo ört, að þegar árið 1922 gátu átta hundruð þeirra boðið lögreglunni í Coburg byrgin á póli- tískum fundi. Hakakrossinn var þá þeg- ar orðinn tákn þeirra og einkennismerki. Á þessu ári sagði Hitler m. a.: „Marxistar kenndu — Viljirðu ekki vera bróðir minn, mölva ég á þér hauskúpuna. Kjörorð okk- ar verður — Viljirðu ekki vera Þjóðverji, mölva ég á þér hauskúpuna." Brátt varð Ijóst, að jafnaðarmanna-liðurinn í flokksheitinu var hlægilegur, og þeir jafnaðarmenn sem gengið höfðu í flokk- inn yfirgáfu hann. Meginmarkmið hans urðu útrýming Weimar-lýðveldisins, hefnd gegn „svikurunum" frá 1918 og umfram allt hefnd gegn gyðingum, ógilding Versala-sáttmálans, og endur- vakning voldugs og sameinaðs Þýzka- lands. Hann fyrirleit þingræði og lýð- ræði, stuðlaði að tilbeiðslu á ofbeldi og stefndi að fullum og takmarkalausum völdum. Páir menn utan Bæjaralands höfðu hugmynd um flokkinn eða illa sið- aðan lýðskrumarann sem stýrði honum, skrítna ofstækismanninn í luralega regn- frakkanum, með hárlokkinn framá enn- ið og augnaráð brjálaðs manns. Tveir tengdir atburðir stuðluðu að gengi Hitlers: hernám Frakka á Ruhr- héruðunum og hrun þýzka gjaldmiðils- ins. Hvorttveggja átti rætur sínar í Versala-sáttmálanum, en hann svipti Þýzkaland nýlendum sínum og evrópsk- um landsvæðum með sjö milljón íbúum, minnkaði her og flota niðrí sama og ekki neitt, gerði Rínarlönd hlutlaus, knúði Þjóðverja til að játa sök sína á styrjöld- inni og skuldbatt þá til að greiða veru- legar stríðsskaðabætur í reiðu fé og vör- um. Nefndin sem átti að ákveða upphæð skaðabótanna varð ósammála, enda lýstu Þjóðverjar því yfir að hið örsnauða ríki gæti ekki greitt skaðabætur. Af þeim sökum sendu Frakkar herafla til Ruhr- héraðanna, gagnstætt ráðum Breta, það- an sem fjórir-fimmtu hlutar allrar kola-, járn- og stálframleiðslu Þjóðverja komu. Þýzka markið hafði verið einn fjórði til einn fimmti úr dollar fyrir stríðið, en 1921 var hlutfallið orðið 100 mörk á móti dollar og ári síðar 400 mörk á mótl doll- ar. Innrás Frakka í Ruhr-héruðin, sem vakti gremju og hatur um gervallt Þýzka- land og ýtti undir verkföll, skemmdar- verk, uppþot eða óvirka andstöðu, flýtti mjög fyrir efnahagslegu hruni Þýzka- lands. í nóvember 1923 var verðgildi doll- arans komið uppí 2.500.000.000 mörk. Áhrifin af öllu þessu voru misjöfn. Hin- ir auðugu landeigendur voru tiltölulega óskaddaðir og ýmsir stórgróssérar og spákaupmenn græddu jafnvel á ástand- inu — en mikill meirihluti þjóðarinnar, og umfram allt efnað millistéttafólk sem lagt hafði fé á vexti, varð fyrir gífurlegum skaða. Atvinnuleysi, gjald- þrot, umkomuleysi urðu algild regla, og þeir sem harðast urðu úti voru hinir ráðsettu og gætnu góðborgarar. Sparifé heillar starfsævi gufaði upp á nokkrum mánuðum. Það var þessi hóflausa verð- bólga ásamt gremjunni í garð Frakka sem vökvaði jarðveginn fyrir nazismann. Lægri miðstéttirnar höfðu misst alla trú á leiðtogum sínum, og Hitler „gat leikið einsog snillingur á nótnaborð hjartnanna hjá lægri miðstéttunum," einsog banka- maðurinn Hjalmar Schacht komst að orði, en hann reisti við gengi marksins eftir 1924. Einhverjum varð að kenna um ólán þýzku þjóðarinnar — auðvitað Frökkum og alþjóðlegum fjármálamönnum, en hverjum síðan? Gyðingum, æpti Hitler, „nóvember-glæpamönnunum" sem höfðu undirritað friðarsamningana, stjórn- málamönnunum sem höfðu „stungið Þýzkaland í bakið“ áður en það var sigrað á vígvellinum, friðarsinnunum og hinum skítugu marxistum. Sjúklegur hugmynda- heimurinn, sem Hitler hafði gert sér í göturæsunum í Vín og Múnchen, var að fá áþreifanlegt form, svo ótrúlegt sem það var, og algáðir þýzkir smákaupmenn og húsmæður voru farin að taka Hitler alvarlega. Honum tókst jafnvel að gera sér mat úr fyrstu meiriháttar óförunum. Þegar tilraun til valdatöku nazista í Múnchen fór útum þúfur 1923, vakti hann á sér athygli alþjóðar við réttarhöldin þar sem hann og fleiri voru sakaðir um landráð. Rétturinn leyfði honum að halda skamm- arlegar áróðursræður í sakamannastí- unni — „það er ekki til neitt sem heitir landráð gegn svikurunum frá 1918“ — og gefa mælgi sinni lausan tauminn, nema þegar lófatakið frá áheyrenda- bekkjunum varð of magnað. Hann var loks dæmdur í fimm ára fangelsi, en ein- ungis látinn afplána níu mánuði í þægi- legu húsnæði, þar sem hann fékk góðan mat og var umkringdur bókum, blómum og gestum. Hann fitnaði meðan hann sat inni og varði tímanum til að semja sjálfsævisögu sína (hann var 35 ára), sem hann nefndi Mein Kampf (Barátta mín). Þar blandast saman sundurlaus frásögn og hálfmeltar, loftkenndar hug- myndir. Á fimm ára skeiðinu 1924—28 jafnaði Þýzkaland sig furðanlega eftir ógæfuna 1918—23, þannig að gengi nazista varð minna en áður. Jafnvægi komst á verð- lag, laun hækkuðu um 10 til 20%, fram- 13

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.